Þegar orðið er eitt .....

... Þegar allt hefur verið sagt og allt gert. Þegar grasið er grænna og himininn blárri en aldrei fyrr!  Þegar lífið er jafn heilsteypt og jörðin sem þú ræktar og hugurinn jafn frjór og litríkar sápukúlur eilífðarinnar þá finn ég staðinn í hjartanu þar sem ástin vex eins og sefgras í ræktarlegri tjörn.

Ástin á lífið er svo miklu dýpri en sú tilfinning er vex úr iðrum, að vængjum og fljúgandi fiðrum. 

fjaðrir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef ég bara gæti.

Ég veit svo vel ég gæti,

þá glöð og sæl þig tæki.

Þig vefði  í minn kjól.

og sýndi frá hæsta hól.

 Heart

Af ást og yndis kæti,

þitt ljúfa blíða mót.

Viðmót göfugt læti,

hrífur lífsins hót. 

 Heart

 (Zordis)                                                       

 

 Án þeirra værum við svo agnarlítil, svo smá og gegnsæ.  Við værum ekkert í heimi hér án þess að vera við sjálf.  Sá sanni verðugleiki er að vera við sjálf, trúa og bera traust!  Sigurvegar í okkar eigin lífi.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndislegt ljoð, hafðu góðan dag Zordis min

Kristín Gunnarsdóttir, 17.2.2009 kl. 07:25

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.2.2009 kl. 08:25

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

(*_*)

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.2.2009 kl. 20:37

4 identicon

Jeij,,, ég fæ næstum alltaf summuna 6......... ætli það þýði eitthvað........... (",)

Hey já flott ljóð líka.......... knús

Rósótt (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 21:07

5 Smámynd: Agný

Fallegt ljóð Zordis og alltaf getur maður á sig blómum bætt..Takk fyrir að deila því með okkur 

Þegar ég las þar sem þú segir að við séum sigurvegarar í eigin lífi þá kom upp í hugann þetta... að við sitjum oft úti í sal og bíðum eftir að tjaldið sé dregið frá og leikritið hefjist..svolítið óþolinmóð stundum og spennt..en föttum ekki að við erum aðalleikarinn í leikritinu..okkar lífs leikriti...og það er undir okkur komið hverju og einu hvenær tjaldið er dregið frá...

Agný, 17.2.2009 kl. 21:43

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Falleg mynd og fallegt ljóð.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.2.2009 kl. 02:42

7 Smámynd: Toshiki Toma

Já, þetta er yndislegt!! Takk kæræega fyrir þetta listaverk!!

Toshiki Toma, 18.2.2009 kl. 23:24

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt kæra zordís !

hafðu ljúfan dag 

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.2.2009 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband