22.2.2009 | 12:30
Stökkvandi lúður ...
... Alveg var þessi draumur, allt of mikið. Stökkvandi Lúður (sko fiskitegundin Lúða) sem reyndu að narta í tásurnar á okkur mæðginum sem köstuðum okkur svo í ballarhafið ....
Ég var fegin að vakna, fór berfætt fram í eldhús og kveikti á kaffivélinni. Undirbjó morgunmat fyrir 5 ungmenni en hér var stelpupartý í tilefni þess að dóttir mín varð 14 ára þann 17jánda og Andrea frænka 15 ára í dag. Það var vakað til rúmlega 02.00 og dóttlan mín kom og kyssti mig góða nótt síðust allra alsæl eftir góðan eftirmiðdag. Þær fóru saman út að borða á veitingastað í bænum, hittu fleiri stelpur á sama aldri og það má sá einn vita að "ungmeyjarskrækir" hafa fyllt Pitufo veitingastaðinn.
Vorsöngur
Blíða
Á meðan að skvísurnar skemmtu sér með undarlega tónlist og skraf þá sat sú gamla og lagði lokahönd á gæluverkefni sitt í málun. Veit svei mér þá ekki hvernig þetta endar hjá mér. Krónísk hegðun er sefjar og róar konukropp. Það er nefnilega málið, líða vel með það sem við gerum. Sækja fram á veg og reyna að bæta sig. Það er sú ófullkomna mynd fullkomnunnar okkar jarðvera. Halda ótrauð áfram í því sem við tökum okkur fyrir. Einn dag þá mun ég vera nákvæmlega á þeim stað er ég ætla mér.
Sunnudagur til sælu, fjölskyldudagur, útivera og tengdó.
Gæti lífið verið betra en það??
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:33 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með stelpuna enn og aftur og ekki má gleima óskum á konudegi. Kærleiksknus Zordis min
Kristín Gunnarsdóttir, 22.2.2009 kl. 13:15
Lífið getur ekki orðið betra en það.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.2.2009 kl. 15:13
Bara yndislegt...... Trúi að það hafi eitthvað heyrst í ungmeyjunum
Til lukku með dag kvenna
Solla Guðjóns, 22.2.2009 kl. 16:59
Ég er nákvæmlega á þeim stað þar sem ég ætlaði mér og stóð í þeirri trú að þar værir þú líka,,,,,, hvar ertu..........
En við getum alltaf á okkur blómum bætt og umhverfi okkar með gleði í hjarta og sól í sinni.
Til hamingju fallega kona með konudaginn. koss og knús
Rósótt (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 17:23
Nei, það getur ekki verið mikið betra, kæra mín!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 22.2.2009 kl. 23:13
Til hamingju með dótturina
Sporðdrekinn, 23.2.2009 kl. 00:34
alva (IP-tala skráð) 23.2.2009 kl. 01:25
Til hamingju með dótturina .....og þessar flísar. Þú ert sko ekki af baki dottinn. Frábært.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 24.2.2009 kl. 11:04
Til hamingju með dömuna
Dísa Dóra, 24.2.2009 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.