6.3.2009 | 14:53
Þúsund fiðrildi ....
.... Öðlast líf og fljúga á vit ævintýranna.
Í öllum regnbogans litum sleppa þau í heim drauma og hver veit nema að fiðrildið þitt sé á sveimi og staldri við í hjartastað! Af þúsund mögulegum er þetta eina þitt, greiddu því griðarstað og gerðu hamingjuna að þinni. Í lífsins dansi þar sem sporin eru mismunandi, megum við aldrei gleyma að áfangastaðurinn er sá sami.
Að lifa í einingu manna, dýra, jurta og lífsgjafans jarðarinnar, hverfa svo á braut í andanum, finna frelsið eins og fiðrildið sem valdi þig. Áningastaður þar sem vonin ríkir, það líf sem gefur og gefur.
Vonin, þakflís 40x20
Í skjóli þess að eiga og vera, finna til og njóta. Lífið í þeirri fallegu mynd sem það birtist okkur.
Lífið er ekki bara slátur, heldur líka súpa
stundum heit,
stundum köld.
Lífið er líka hákarl, ílla lyktandi og for
með hjartans vökva,
eða einn og sér!
(zordis)
Lífið er eins fallegt og við sjáum það .......... F A L L E G T . . . .
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:57 | Facebook
Athugasemdir
Lífið er fallegt, það sem þú skrifar er fallegt, það er notalegt í maganum að lesa það. Hafðu fallega helgi elsku zordis
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 16:08
Hún er líka falleg flísin þín um vonina. Fallegir litirnir í henni..........
Hrönn Sigurðardóttir, 6.3.2009 kl. 16:44
F a l l e g t segiru og skrifar. Sammála því. Eins og við sjáum það.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 20:24
Lífið er svo sannarlega fallegt og jafn fallegt og maður gerir það sjálfur það segir þú satt
Hjarta þitt og þú sjálf eru líka falleg sem og flísin þín
Dísa Dóra, 6.3.2009 kl. 23:02
Tú ert bara svo dásamleg Zordís..Allt svo fallegt kringum tig elskuleg.
Knús í kotid titt.
Gudrún Hauksdótttir, 7.3.2009 kl. 06:08
Þú er alltaf yndisleg og kær kveðja til þín og þinna.
Kristín Katla Árnadóttir, 7.3.2009 kl. 16:26
Takk fyrir mig, alltaf er kaffispjallið skemmtilegt...... madré mía....
Adios mi amiga, dos besos para ti.
Rósótt (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.