Mon dieu ...

... nýtt rökkur kemur er kyssir geisla sólar svo endanlegan rembingskoss að geislar hennar finna sér stað í hjartastöðinni.  Það er ylur í nóttinni sem kemur svo myrk og leyndardómsfull.

Við erum eitt, nóttin og ég.  Í nóttinni bíður mín skjóða sem þarf að opna, lítil og ljós en þegar inn er komið eru þar lendur sem daglöng ganga dugar ekki til.  Sálartetur er nagar dag og nýtur nætur.  Lífið svo óendanlega breytilegt í rauðu og grænu.

Ég er búin að vera eins og súper dúper jójó í dag.  Vaknaði klukkan 06.00 (ætla ekki að segja ykkur hvenær ég sofnaði) ... var spræk og var farin að sýsla snemma.  Ég átti góða stund í hádeginu með rósóttri konu sem er skemmtileg og skrítin skrúfa.  Við kysstum hvor aðra að skilnaði Kissing svona einn á hvorn vanga og ég fór á næsta áfangastað.  Greiddi úr yndislegri flækju sem er bara gott mál.

Hellir og stúdío Maire Kalkowski

Hér má sjá stúdío og hellir listakonunnar Maire Kalkowski ... alldeilis frábær staðsetning.  Ég varð yfir mig hrifin og sæl að ná loksins að hitta hana og sjá aðstöðuna hennar!

Þær verða alltaf skýrari og skýrari hugarlínurnar sem vaxa í þelinu, er mjakast á "ógnarhægð" eða "löturhraða" ....  Stundum fer hugur í flikk flakk og teygjutvist, virkar stundum og stundum ekki.

Eftir grænan fleytifullan dag þá veit ég að lífið er gott svo langt sem endalokin ná. 

Þetta minnir mig á þ.e. mon dieu, þegar ég var nýflutt til útlanda; ég sótti mikið í kærleiksorð er vitnuðu í hinn hvíta mikla anda!  Jebb, ég leita mikið í sálarró og þann kærleiksyl, það sálarkonfekt er snerti hjartað og veitti geði.  Einn af 20 eða 200 bræðrum mínum hafði áhyggjur af því að ég væri komin í sértrúarsöfnuð ........ nema vera skyldi að mamma mín hafi logið því að mér.

Hvort skyldi það nú vera?? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

tjah.... ef mamma þín er eitthvað lík þér - þá myndi ég skjóta á að hún hafi verið að plata þig.........

En það þarf engan sértrúarsöfnuð ef maður þekkir þig! Sálarró og kærleiksylur eru samnefnarar þínir.

Hrönn Sigurðardóttir, 10.3.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

HELLAR ...aha!! Mjög fallegt að sjáog öruggla unaðslegt að vinna...Hvítir bræður og sytur leynast víða. Mamma þín myndi aldrei ljúga að þér sannleikanum....sálin veit sitt og þú veist greinilega þitt. svo allt er GOTT!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.3.2009 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband