Ný orka og gömul orka ...

.... þegar vinkonurnar hittast úr fortíð inn í framtíð. Þær snúast á þúsund snúninga hraða og bera okkur ný boð.  Nútíðin heldur í hendina á mér og ég er ekki fær að gera upp við mig hvort orkan sem var eða orkan sem verður er mér hliðholl.  Ég ætla að halda mig við orkuna sem umvefur mig í dag og nýta hana í það sem ég tel best hverju sinni.

Ég lifi, í dag er minn tími, sú stund sem einungis var ætluð mér.  Við erum nýkomin heim mæðginin og í hraðsuðupottinum er besta gerð af brúnni baunasúpu.  Eiginleg vetrarfæða, holl og járnrík mjög.  Ungherrann bað um pasta í hádeginu eins og í flest önnur mál.  Ef hann fengi að ráða nærðist hann án efa á pasta og enn meira pasta og það án alls, hvítt og gott!  Ótrúleg ást á þetta orkuríka hveitifæði.

Ilmur Ástarblóma ...

Ilmur Ástarblóma, þakflís 20 x 10 / akrýll.

Kanski ég leiti á náðir Margarítu engja og finni ástarilminn í loftinu.  Gefi nútiðinni það auga sem sálin þarf.  Það er alltaf tími fyrir nýja framtíð og þau leyndarmál sem bíða okkur.

Það er ilmur í loftinu, það er komið vor!  Feitar og pattaralegar flugur gera innrás og blómin dilla blöðum sínum í takt við geisla sólar.  

Lífið er yndislega gult á fallegum vordegi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þessi flís er bara yndisleg og sumarleg...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 16:47

2 identicon

Æðisleg flís! Væri til í smá eldhúsmálun núna júnó.... læklastjer  -Kaffi og meððí, maski, hlátur og fliss í bland við alvörugefnara tal á milli stroka.
Knús á þig engillinn minn

Elín (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 11:13

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

.......... aðrar víddir .............

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.3.2009 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband