13 og 13 og föstudagur ...

... Dásamlegur dagur sá þrettándi í röðinni í þessum fallega mánuði mars.  Ein vinkona úr barnæsku á afmæli og er 40 í dag, til hamingju með daginn Gunna Lísan mín!!

Veðrið er bara notalegt og dagurinn búinn að vera stútfullur af jákvæðum hendingum .....

Ég er að spá í að leggja mig, fá mér kríu og kanna svo hvort hárgreiðslustofan í bænum eigi einn lausan tíma fyrir kjéddlinguna.  Aðeins að snyrta höddinn fyrir morgundaginn ....

Við ætlum að skella okkur hjónakornin á hótel og hitta fyrir íslendinga á öllum aldri og um kvöldið er samsæti og dansiball.  Ég var að leggja lokahönd á eina rustico þakflís sem ber heitið "Í glasi" og verður hún einn vinningur í happadrætti kvöldisins.  Ég birti mynd seinna í dag af henni ...

Í millitíðinni set ég inn eina sem ég kalla "pasión" ..... 

Pasión .... þakflís 20 x 10 

Pasión þakflís 20 x 10 akrýllitir.

Það er óendanlega gaman að sitja og mála.  Ég vaknaði í morgun nokkru áður en sonurinn fór á stjá og tók fram pennslana.  Slakandi stund fyrir stríð! 

Föstudagurinn þrettándi á fullri siglingu ... kanski vantar mig kjól, sæta skó til að fara í á morgun ....  Ég veit samt að mig vantar ekkiert nema kanski nýtt loft í lungun og ást á tilveruna.

Í heiminum er mikill ljótleiki sem særir okkur dag eftir dag, það er hins vegar jafn mikill fegurð sem kostar svo lítið að sjá.  Opna hjartað og þakka fyrir okkur, vera þátttakandi.

Lífið er bara fallegt og gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús í daginn krúttan mín

Hlakka mikið til að hitta þig aftur og takk fyrir yndislegan dag um daginn

Rósa (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góða skemmtun á morgun og hef ég sagt þér nýlega að ég elska þig

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2009 kl. 16:40

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Góda skemtun!

Knús!

Sporðdrekinn, 14.3.2009 kl. 02:52

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert bara yndislegust Zordís min

Kristín Gunnarsdóttir, 14.3.2009 kl. 17:19

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 14.3.2009 kl. 22:07

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Góða skemmtun; vel til fundið nafnið á verðlaunaflísina!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 14.3.2009 kl. 22:57

7 identicon

Þakka þér fyrir elsku Zordís.  Hér er margt að finna, margt sem heillar eins og alltaf.  Þú ert frábær og ég er sannfærð um að þú hefur skemmt þér ógleymanlega í samkvæminu.  Vorið kemur, já, kemur og kemur.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband