15.3.2009 | 17:55
Hjónakorn ...
hvernig geta 2 einstklingar verið korn, eitt og sér sem og saman ... Sjáiði Jon og Gunni, svo mikil korn!
Við "kornið" eða erum við kornin, fórum að tjútta í gær og áttum góða stund. Við vorum yngst í hópnum, man allavega ekki eftir yngri aðila en sjálfri mér ef mig skyldi kalla!
Ég ákvað að gefa 2 vinninga .. Þakflís og litla mynd ...
Í glasi, rustico 20 x 40
Konan sem vann flísina varð mjög ánægð! Ég var nú bara glöð með það ......
Dögun, akrýl á pappír ...
Þessa setti ég í silfraðan ikea ramma og hún kom þokkalega út.
Sunnudagur til sælu eftir samveru við tengdó.
Þvílík bongóblíða sem er búin að vera. Við fórum í bíltúr og ákváðum að tilla okkur á Campo Amor og þar pantaði ég mér perrier vatn og við sátum og nutum fegurðarinnar. Ég sá lítinn fuglaslag .... kunni sko ekki við það og fór og skipti mér af! Lætin voru yfirþyrmandi og haldið ykkur, 3 fuglar að tapa sér!
Lífið er gott án frekari útskýringa.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hér snjóar með hryðjugangi og látum en lífið er samt gott!
Hrönn Sigurðardóttir, 15.3.2009 kl. 19:12
Geta þeir ekki hagað sér, þessir fuglar
Þeir ættu að koma hingað og kæla sig
Margrét Birna Auðunsdóttir, 15.3.2009 kl. 22:17
Fallleg myndin.
Það er nú alltaf gaman að vera yngst.
Knús í klessu
Solla Guðjóns, 16.3.2009 kl. 09:48
Mjög falleg mynd, hér er snjór og snjóar enn ,kær kveðja elsku Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.3.2009 kl. 16:14
Flott mynd ég skil að konan sem fékk hana hafi verið glöð. Kveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 16.3.2009 kl. 17:41
Ég væri sko alveg til í að vinna eitt stykki svona mynd hjá þér! Svakalega skemmtilegar.. verst ég er svo léleg í keppnum .. öllum nema fitukeppnum
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 18:46
Knús kona
Rósa (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.