17.3.2009 | 15:42
Ljúft veður úti ....
.... og konan situr inni.
Kominn tími á góðan sopa af kaffi, væri til í gulrótarköku til að narta í en það er alls ekki í boði!
Þegar ég vaknaði í morgun og fylgdi dótturinni út þá ómaði fuglsasöngur á svölunum hjá mér. Þessi stund minnti mig á Svíþjóð en þar bjó ég um stund sem barn, minnti mig reyndar líka á Danmörku og þá góðu tíma er ég deildi með frænku minni dásamlegu Mörtu Svörtu ..... Minningar eru yndislegar!
Minning um Ást er akrýl mynd í vinnslu ca. 80 x 60 ....
Ég er búin að vera nokkuð dugleg að sinna mínu og þarf að gera eitt verkefni um máltöku í náminu sem verður fróðlegt og skemmtilegt. Það veitir ekki af tímanum svo það er víst betra að hafa sig í lestur og gera glósur.
Svo er ditten og datten sem þarf jafnan að sinna, einn dagur í einu með falleg bros og knús frá börnunum. Lífið væri ekki eins litríkt ef þeirra nyti ekki við.
Lífið er ljúft og fallegt í dag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Indislegt að líta á bloggið þitt Zordís mín. Njóttu dagana .
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.3.2009 kl. 21:07
Það er fátt jafn yndislegt og koss á kinn frá barninu sínu
Hrönn Sigurðardóttir, 17.3.2009 kl. 21:26
gangi þér vel dúlla
Solla Guðjóns, 17.3.2009 kl. 22:12
Knús til þín elsku Þórdís mín sem er alltaf svo góð ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2009 kl. 22:50
Knús
Sporðdrekinn, 18.3.2009 kl. 00:36
Donde estas?? chica. Ertu nokkuð búin að mála þig útí horn og kemst ekki fram... love ya
Rósa (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 14:32
Hjartans knús til tín flotta kona:)
Gudrún Hauksdótttir, 20.3.2009 kl. 07:59
Mikil jákvæðni, lífsgleði og observasjón á umhverinu í þessari fallegu færslu. Þessi mynd er alveg dásamleg líka. Maður kemur sko ekki að tómum kofanum, þegar maður opnar inná bloggið þitt, þú hið ljósa man!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 20.3.2009 kl. 13:35
Vá hvað þetta er flott mynd
Dísa Dóra, 20.3.2009 kl. 16:20
Fuglasöngur er yndi! ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 19:52
Sigaunar eru yndi.......
Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2009 kl. 22:50
Ég sendi þér lóusöng sem þakklæti, hún orðar það best fyrir mig. Hvílíkur hæfileiki sem þú hefur.
Takk kæra Zordís.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 16:05
já lífið er ljúft og fuglasöngur vorboði !
KærleiksLjós á svalirnar
s
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.3.2009 kl. 10:29
Míkið ofboðslega er þetta falleg mynd Þórdís ! ! Það er svo mikil hlýja í henni. Lýsir þér best að mínu mati. Enda ertu ofboðslega falleg sál.
Knús og gleði í þitt hús
Tína, 24.3.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.