27.3.2009 | 16:50
Loðnir leggir í hátísku ....
.... Dagsatt!
Þvílík snilld þetta veður sem kyssir mína kinn. Ég fór léttklædd út í vorið. Opnir skór og léttar sumarbuxur er náðu niður á miðja kálfa! Mín átti leið í nokkra banka í morgunsárið og gekk örugg eftir gangstéttinni þegar ég uppgötva mér til mikillar gleði og kátínu að ég var ekki búin að tæta af mér leggjarhárin.
Þessi færsla er alveg fyrir viðkvæma því ég mun hvorki fjalla um kantskurð, tyrfingu né undir arms hár.
Á grænum himni vex hamingjan.
Hún stóð á enginu og lét loftið leika undir iljar sér. Henni var heitt en ákvað að vera áfram í bláu háhæluðu skónum. Ilmur ástarblómanna sagði henni að halda áfram og láta loftið leika við sig. Heillakerlingin valhoppaði og fann hvernig litur regnbogans gaf henni undir fótinn.
Read on, kæri aðdáandi. Þrátt fyrir að loðnir leggir séu í HÁ tísku (djók) þá leið mér eins og "lilla aumingja". Mér fannst fólk glápa á fæturnar á mér í stað þess að horfa í brjóstaskoruna. Ég sem fór í svona púffý haldara til að geta tekið 500 seðla í brjostaskoruna. Mæ darling, úppsa deysí og trallala.
Alveg á hreinu að konan var hot í eiginlegri og djúpri merkingu þess að vera hot. Loðnir leggir á Spáni í 23°hita er alls ekki svo slæmt. En svona í alvöru þá er þetta spurning um sársauka og dekur áður en ég skelli mér í bikiníið með einni doppu.
Góða helgi.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jah, þessir ullarsokkar
Dýrka þessa konumynd, hún er æði
Margrét Birna Auðunsdóttir, 27.3.2009 kl. 17:35
Knus inní helgina Zordis min
Kristín Gunnarsdóttir, 27.3.2009 kl. 18:42
Elsku dúllan mín ég myndi sko pottþétt frekar horfa á brjóstaskoruna þína ;-) alveg satt.
G.Hansen (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 23:03
"500€ seðla í brjostaskoruna" híhíhí
..... gætir líka látið klemma þá á þína loðnu leggi ljúfan. Spáðu í hagnaðinn! Það gæfi hugtakinu loðinn um leggina alveg nýja vídd!
Hrönn Sigurðardóttir, 27.3.2009 kl. 23:52
knús!!!! Takk fyrir að dilla í mér hláturtaugunum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.