29.3.2009 | 09:49
Púðar og pjólur .... (ekki fyrir viðkvæmar sálir)
... Það er stundum þannig að færslur eru mis-skelfilegar.
Í rigningunni þá leynast lítil leyndarmál sem falla til jarðar og urlast við snertingu höfuðmóta. Jebb, ég stend berfætt á náttkjólnum í ljósopinu mínu og leita að hugmyndum.
Púðar og pjólur ... ein hugmynd en hvað skal svo við hana gera ?? Ég þarf að standa lengur út í rigningunni og grípa fleiri.
Púðar par kósýheit pastel á pappír ......
Ég ætti kanski að setja ólífur í skál, toga tappa úr flösku og kasta mér á púðana og gleyma deginum. Nehh ... í dag er fjölskyldu dagur, sunnudaga stór familían hittist, skrafar og skrattast.
Það er eitthvað við rigninguna sem gefur ferskan blæ í spænska vorið. Sólin hefur iljað okkur vel og mikið undanfarnar vikur. Ég hitti 2 gamla kalla um daginn, annar greip mig og kreisti mig (greinilega mjög ánægður að hitta mig) hinn glotti bara.
Um hvað tala gamlir kallar?
Þeir tala um veðrið
Þeir tala um konur
þeir tala um mikið af konum
Þeir tala svo um veðrið
Þeir reyna svo að faðma konur
Ekki flókið að vera gamall kall, eða hvað?
Svo rignir áfram og ég ætla að vera áfram á náttkjólnum og berfætt. Svo fer ég aftur út í ljósopið og fanga nýjar og ferskar hugmyndir. Fæ mér vatn með muldum ís .... Fátt betra en vatnið!
Lífið er gott í rigningu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:12 | Facebook
Athugasemdir
Án vatns - ekkert líf!
Líf með þér - betra líf
Hrönn Sigurðardóttir, 29.3.2009 kl. 10:15
Innlit og knús á þig.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.3.2009 kl. 17:48
Fyrir mér eru gamlir kallar sem glotta med blik í augum krípí, ég hef starfsmanni barnaskólans sem ad ég var í thad ad "thakka".
Sporðdrekinn, 30.3.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.