29.3.2009 | 22:21
Notaleg stund ...
Ég ætlaði mér að fara í háttinn fyrir hálftíma, sit hér enn og vafra á netinu. Er með leiðindabrjóstsviða og ég fæ mér óhollustulegt Kók án koffíns. Væri nær að fá sér vínberjadjús og styrkja blóðrásarkerfið.
Ætla að fá mér kaffi og róa mig niður.
Sunnudagurinn hefur verið ljúfur í alla staði. Fórum og keyptum bensín á bílinn, ókum svo í átt að fjöllum og nutum rigningarinnar. Knúsaði tengdó mína og færði henni svakalega gott freyðivín sem keypt var erlendis. Íris Haddan mín gisti hjá ömmu og afa og átti gæðastund og er það gott mál!
Mín gæðastund gæti verið eins og frökenin hér að ofan nýtur.
Faðmur kvöldsins teygði sig til hennar, það var kominn timi á náðarstund eftir amstur dagsins. Hún lá á púðum með kisuling við hné, litli traktorinn elskaði gullin blik og blíðu. Í hendi glas með rauðu og hugsun þíða í hinni. Ástin mín eina þú veist hvað ég meina .....
Nú er búið að breyta klukkunni hjá okkur og 2ja klst munur á Íslandi og Spáni. Tíminn líður og líður og lifið er og verður betra og betra.
Lífið er ljúft á litríkum púðum.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Þú átt greinilega yndislegt líf Zordís min, bara yndi, bið að heilsa til Spánar. Knus
Kristín Gunnarsdóttir, 30.3.2009 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.