3.4.2009 | 13:15
Leyndarmálakúlan ....
... í kúlunni eru þúsund aldar leyndarmál.
Hún er lítil og troðfull af leyndarmálum, alheimurinn bætir leyndarmálum í hana á hverjum degi. Kúlan minnkar í hvert sinn sem hún gleypir nýjar sögur og söngva. Kanski verður leyndarmálakúlan að lokum eins og dropi í hafi, eins og ögn í glasi sem við vart berjum augu.
Lífsins leikur er okkar að varðveita og geyma. Í lífsins glaumi sé ég þig og snerti, þú ert frá upphafi sama sálin smituð af snertingu annara, samt alltaf þú. Í heimi friðar og kærleika er sannleikurinn í sálinni og það góða við þann leik sem veran er að þú og ég erum samstíga í þeim gæfum er guð setti á diskinn okkar.
Af öðrum heimi 20 x 50, í einkaeigu.
Að vera vinur eða finna vin, að sleppa óttanum sem er innbyggður og vera við sjálf. Að stíga fram og verða samferða sjálfum sér í þessum lífsins leik á ekki að verða okkur til trafala. Verum sönn sjálfum okkar því lífið heldur áfram í þeirri mynd þar til munstur sálarinnar tekur nýja stefnu eða sækir aðra vídd.
Lífið í þér minn kæri vinur, það er hið eina sanna líf.
Svo hvarf hún því í heima guða þá hverfa leyndarmálin í æskubrunna eins og hringiða golunnar er kyssir þína kinn. Grípum góðu stundirnar og látum bros fylla vitin.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Yndisleg færsla eins og alltaf hjá þér og svo sannarlega satt að við eigum að vera sönn okkur sjálfum
Dísa Dóra, 3.4.2009 kl. 20:10
Knús til þín fyrir fallleg orð
Solla Guðjóns, 3.4.2009 kl. 23:36
Falleg færsla þín þú ert yndisleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.4.2009 kl. 14:46
Fallegt hjá þér að vanda
Marta B Helgadóttir, 6.4.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.