3.12.2006 | 00:58
Fallegt og Persónulegt ...
Margt býr yfir fegurðinni og allt er þetta háð persónuleika hvers og eins. Ég ætla að skoða fallega og persónulegar myndir á veraldarvefnum og athuga hvort eitthvað snertir mína eigin.
Jólaglögg var haldin í fyrirtækinu okkar og var það bara gaman. Við áttum pantað borð í súper bænum San Miguel á horninu hjá Paco. Ég sagði við hann þegar ég pantaði að við myndum mæta með glöggið! Honum fanst það í góðu lagi en það skal engann undra að þegar drottningin mætti á staðinn með ilmandi sjóðheitt glöggið að fólk starði. He he he
Mín byrjaði bara að ausa í glösin hjá félögunum og þótti hún ansi sæt en þetta var sko frumraun hjá mærinni að gera jólaglögg. Ég held að glögg sé bara afsökun hjá fólki til að koma saman og sletta aðeins úr skálmunum og svo heyrði ég sagt að aðalástæða fyrir því að glögg hjá stærri fyrirtækjum væru ekki lengur við lýði væri vegna aukins framhjáhalds hjá fólki.
who knows .... Ég man þegar mærin starfaði hjá Flugleiðum að það var glatt á hjalla hjá fólki. ekki halda að hér séu yfirlýsingar um framhjáhöld né drykkju. Ó, nei! Hver er sinnar glappasmiður og gæfuengill, þannig að það er allt til í beljuhöfðinu á þessari jörð.
Desember fuðrar upp á augabragði og það veit sá sem flest veit að tilhlökkun er fyrir ferðalagi í lok árs. Það verður gaman að hitta alla og sjá allt. Ísland er og verður dásamlegt og fagurt.
Góðar stundir
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ég var hér að lesa og kvitta því... það var allt bæó!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.12.2006 kl. 01:05
Frábært jólaglöggið hjá þér og grunaði mig ekki í sekúndu að þetta væri þín frumraun..... Rosa flott teiti og gaman, allir glaðir og góðir!
Elín Björk, 3.12.2006 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.