Fegurð heimsins, staður í hjartanu

.... Páskahátíðin leið á ljúfan máta.  Við fengum heimsókn frá góðu fólki og höfum haft það gott.  

Ég hef tekið eftir því að bloggheimurinn er hálfsofandi eða í það minnsta sá heimur er umvefur mitt hjarta.

Hjarta 

Ást sem býr í bók 

Fegurð heimsins er eins og hún kemur fyrir augu sjáandans, ekki hvernig heimurinn er heldur hvernig við skynjum hann.  Heimurinn minn í dag er fullur af barnahljóm, sonur minn er að glíma við reikningsdæmi og er ekki glaður.  Hann sér heimalærdóminn sem kvöl og pínu.  Innan úr íbúð heyri ég í dóttur minni og frænku hennar og þær eru að hlæja og það er gaman hjá þeim.  Sama stundin margnotuð af mismunandi fólki, mismunandi tilfinningum og væntingum.

Tíminn líður á ógnarhraða, það er ekki langt síðan ég var að læra að hjóla.  Lipur og létt með tagl í hárinu, hljólaði fram og til baka eftir gangstígnum.  Ég datt og hruflaði hnéð, hoppaði ofan á dekkinu af bræði, settist svo aftur á hnakkinn og hjólaði áfram.  Ég var snögg að læra að hjóla og minningin er hjá mér eins og gerst hafi í gær.  

Að standa í núinu og njóta stundarinnar er yndislegt, að hjálpa syninum að draga frá, leiðbeina honum og útskýra.  Útskýra milljón sinnum sama reikningsdæmið er það gullna við stundina.  Að njóta þess að vera lifandi, að vera til.

Þegar fram líða stundir þá held ég að næstu 40 ár verði ekkert allt of fljót að líða en ég get ýmindað mér að ég verði upptekin við að njóta þess að lifa í núinu.  Lífið er þegar allt kemur til alls, GOTT!

Í hjartanu er kærleiksríkur staður þar sem fegurð heimsins fæðist. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

þú er alltaf  jafn dásamleg og góð stórt faðmlag til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.4.2009 kl. 22:32

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Skemmtileg myndin í bókinni! lovjúgörlí

Hrönn Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:00

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ljúft og ljúft, já bloggheimurinn er sofandi, ég sef með hinum, vakna af og til og sendi skeyti, fer lítið, næstum ekkert, en er hér !

Kærleiksljós frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.4.2009 kl. 20:16

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús

Sporðdrekinn, 17.4.2009 kl. 18:13

5 identicon

Ég sef líka.... mikið yndislega gott að njóta lífsins bara svona hálfsofandi

Knús á þig og þína krúttan mín yndislegust.

Rósótt (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 10:28

6 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Þegar fólk skilur það að lífið er NÚNA, þá er miklum áfanga náð. Þú hefur náð þetta langt Þórdís mín. Gangi þér vel með börnin þín og ALLT.

Guðrún S Sigurðardóttir, 18.4.2009 kl. 23:21

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband