22.4.2009 | 00:19
Æsispennandi atburðir í lífi konu ...
... Dagsatt alveg hvað lífið er spennandi. Svo spennandi að það má vel bæta æsi fyrir framan. Ætli orðið æsispennandi sé dregið af æsum og ærslum þeirra?
Ég hef upplifað ýmsa skemmtilegar stundir undanfarið. Sem dæmi lá leið mín til fjalla þar sem ég fór á myndlistarsýningu í sömu ferð brá ég mér inn í skartgripabúð og lét saga af mér giftingarhringinn en það er tilkomið vegna hversu umfangsmikil frúin er orðin og engin leið að taka tryggðarpantinn af baugfingri sem nær vonandi fyrri mynd fljótlega.
Ég hafði það á orði þegar gullsmiðurinn sagaði af mér hringana að þetta væri bara nokkuð ódýr skilnaður. Hann gjóaði á mig augunum og aðstoðarkonan sagði við mig að þetta mætti ég nú ekki segja. Bannað, að segja svona og grínast svona .... það er dauðans alvara að skilja og ég vil taka það fram að ég er enn Frú og læt bara vel af mér.
Í dag fórum við mæðgur í kroppatamningu og viðurkenni ég hér og nú að það er hundleiðinlegt að mæta á líkamsræktarstöð og puða og púla. Ég ætla hins vegar að gefa þessu séns og í kjölfar á þjáningu númer eitt, ákvað ég að sleppa hveiti úr fæðunni, borða grænmeti og drekka endalaust af vatni svo nú eru allar líkur á því að ég breytist í frosk.
Eða grænan kött ....
Ég efast um að einhver sjái muninn á frosk og ketti nema kanski þegar að böðun kemur. Stígvélaði kötturinn gæti alveg vaðið út í á ef það væri málið.
Best að koma sér í svefn áður en ég breytist í frosk eða kött ... Nóttin verður varla betri svona rétt undir morgun. Á bak við augnlokin leynast svo ný æsispennandi ævintýri sem koma í ljós við sólarupprás.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Mér væri næstum sama þótt þú breyttist í frosk! Bara ef þú kemur í maí með sígaunaplögg á krúsina.........
...og þó! Held ég vilji frekar hafa þig í þinni mynd. Hún er fín - sama í hvaða númeri hún er.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 07:25
Sifjuð og andlaus knúsa ég þig í huganum og jú það er hubdleiðinlegt í tækjasölum
Solla Guðjóns, 22.4.2009 kl. 09:32
Dásemdar færsla Zordís mín eins og venjulega.
Hjartaknús úr Hyggestuen.
Gudrún Hauksdótttir, 22.4.2009 kl. 15:09
Falleg færsla hjá þér ég verð alltaf svo glöð að koma til þín stórt knús til þín og þinna.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.4.2009 kl. 18:52
Sammála..leiðinlegt að sprikla í ræktinni en gaman að gera eitthvað ljúfara eins og tai chi eða eitthvað sollis...
knús á þig ljúfust!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 00:17
gangi þér vel að láta hringinn passa á fingurinn aftur. ég hef einmitt haft minn fastann í 13 ár, en fyrir nokkrum mánuðum rann hann af og verður kannski of stór bráðum, hver veit. hafðu það ljúft fallega kona
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.4.2009 kl. 10:55
Gleðilegt sumar Zordís mín og takk fyrir veturinn og vertu ekkert að skipta um ham hvorki í frosk eða kött vertu bara þú sjálf. Kærleikskveðja.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 23.4.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.