25.4.2009 | 16:09
Með nýstraujað hár ...
Laugardagurinn kom í sinni dýrð og kitlaði nefbroddinn. Við mæðgur ákváðum að skella okkur í ræktina og vorum komnar á fullt rúmlega 12 í tækjum. Góð upphitun, lóð og teygjur. Vellíðan fór um okkur og við skelltum okkur í ávaxtainnkaup eftir tímann.
Perur, dökk vínber og bananar ásamt appelsínugulum ávexti er nefnist nisperos (veit ekki hvað þessi ávöxtur heitir á íslensku) ... Það er fátt jafn fallegt eins og ávaxtaskál á eldhúsborðinu.
Hádegismaturinn var léttur; köld grænmetissúpa og vorsalat sem er mjög svo frískandi. Þarf að skella inn uppskrift fyrir þá sem áhuga hafa. Þetta salat er líka nefnt Ensalada Murciana ef einhver skyldi kannast við sig eftir veru á suðursvæði Spánar.
Nýræktaðar með straujað hár.
Kanski ekki besta myndin en hún er sko ekki sú versta hahahhaha.
Drengurinn vildi fá eina mynd líka
Þar sem að fyrirsætan ég er svo ginkeypt fyrir myndatökum þá var það ekkert vandamál að vera með myndavélina á lofti. Var reyndar orðin blinduð af öllu flassinu. Sæti strákurinn minn er búinn að vera að reikna á fullu. Kom heim með 3 A4 bls. Samlagning, Mínus, Margföldun og Deiling. Troðfullt af dæmum, samtals 6 síður að fylla inní. Það tekur á að koma honum í gegn því hann vildi svo miklu frekar vera að horfa á sjónvarðið eða vera í einhv. tölvuleik. Það er af sem áður var, nú er hann hvattur að fara í útileiki eins og allir á mínum aldri voru vanir að gera.
Talandi um tölvuleiki þá man ég eftir einum tölvuleik sem við systkynin fengum í jólagjöf þegar við vorum 9 og 10 ára gömul: Donkey Kong og svo einhver garðyrkjuleikur, jú jú þetta var spennó en ég lék mér miklu frekar í brennó, fallinni spítu eða yfir með vinkonum. Svo voru það handboltaæfingarnar og kvöldleikirnir á lóð gamla Stýrimannaskólans.
Börnin mín eru á leið til ömmumús og afalús en þau ætla að ná í þau og svo verða þau ofurdekruð sem er yndislegt. Afi og Amma eru bestu manneskjurnar í þeirra lífi, sjaldan að böggast í þeim né setja þeim of strangar reglurnar. Fjallkonan og fasta landið ætla að fá sér eitthvað létt í gogginn og hafa það huggó.
Svona er lífið með nýstraujað hár
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:13 | Facebook
Athugasemdir
Jedúddamía hvað þið eruð sætar svona straujaðar og reiknimeistarinn flottur...
Knús á ykkur í hæðunum.
Rósótt (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 16:44
Líst vel á daginn þinn! Vöruliturinn kominn á sinn stað og nu ætlar kona að skunda í humátt á eftir honum ;) lovjú
Hrönn Sigurðardóttir, 25.4.2009 kl. 17:25
Duglegar!!
Thid erud falleg fjölskylda!!
Sporðdrekinn, 25.4.2009 kl. 17:46
hahaha ég er nú svo gömul að ekki voru til tölvur þegar ég var ung (yngri) og hrein dýrð í júlí þegar ekki var einu sinni sjónvarp að horfa á - þá var sko verið úti að leika
Dísa Dóra, 25.4.2009 kl. 22:49
Gott fyrir börnin að eiga góða ömmu og afa.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.4.2009 kl. 15:07
Rosa flottur litur! Duglegar eruð þið mæðgur, ég sem kvarta mér og kveinka yfir léttum jógahreyfingum!!!
Ég er að spá í að penslast smávegis núna, löngu tímabært, síðast var penslum sveiflað í desember.... tútútútúlongtæmagó!!!
Rembingsknús á þig sætust!!!
Elín Björk, 26.4.2009 kl. 17:50
Sætar og ferskar svona nýræktaðar og straujaðar
Margrét Birna Auðunsdóttir, 26.4.2009 kl. 20:38
Solla Guðjóns, 29.4.2009 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.