Töfrar ....

Það er sólríkur dagur er kastar geislum til jarðar.  Á götunni glitra gengin spor sem minna okkur á það góða sem býr í veröldinni.  Við viljum muna það ljúfa og góða til að skapa okkur betri slóð í átt að áfangastað.

Töfrar ... 

Töfrar rustico þakflís 20 x 40 

Góðir dagar og slæmir dagar koma á víxl, áhyggjur og stress sem draga okkur niður.  Staðsetja okkur þar sem spyrnan er best, þar sem hugsun okkar er hvað skýrust.  Vorið kom þrátt fyrir að blómin vantaði og sykursætt sumarið læddi sér inn í hjartað ....   Töfrar eilífðarinnar bjóða okkur upp í dans.

Ég ætla að dansa þrátt fyrir að kunna ekki sporin, vera með og njóta ferðarinnar.  

 Hviss bang svo mörg voru þau orð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla að dansa með þér! Hver þarf að kunna sporin þegar hann þekkir töframær?

Hrönn Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Dansidans

Margrét Birna Auðunsdóttir, 1.5.2009 kl. 11:14

3 Smámynd: Elín Björk

Flott flís! Magico! Ég ætla ekki að stíga með þér dansinn eins og hinar tvær að ofan, er viss um að þá myndi ég hníga niður örmagna.... mæðin að ganga frá mér! Hehehehe...
Í dag ætla ég að kíkja á plastdúka.... spurning með blóma, ávaxta eða annað munstur, kemur í ljós hvað verður fyrir valinu
Knús á þig engill! Nú styttist í það!

Elín Björk, 2.5.2009 kl. 09:39

4 identicon

Sannkallaðir töfrar.

Inga Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 10:04

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þær verða alltaf fallegri og fallegri flísarnar þínar, hvernig ferðu að þessu?

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:35

6 identicon

Kærar dúllukveðjur frá Jónu Lísu og foreldrum til þín

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 18:34

7 identicon

Þessi flís er alveg eins og mér líður akkúrat núna.......... með stjörnuljós, í grænum kjól..........

Lovya sæta

Rósótt (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 20:39

8 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús

Sporðdrekinn, 4.5.2009 kl. 04:16

9 identicon

Ávaxtaplastdúkur kominn í hús!!!! Gegt cool!

 Knús og kossar!

Elín (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:21

10 identicon

Ohhh..hvað þetta var dásamleg lesning, þetta fór alla leið inní hjartarætur. Ég ætla að dansa líka inní daginn, þó ég haldi ekki taktiTakk fyrir að gera daginn minn betri;) Flísin þín er stórkostleg.

Dísa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:23

11 identicon

Sæl sæta mín, nú er ég horfin úr bloggheimum, var nú dálítið skrítið að eyða blogginu eftir allan þennan tíma eeennnn svona er þetta  en ég heyri nú í þér á facebookinu bara í staðinn  kveðja suður í blíðuna

Arna (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 14:03

12 identicon

Elsku Zordís. 

Þakka þér fyrir þessa fallegu lífsfléttu.  Ekki veitir nú af á þessum tímum, þegar mörgum blæðir.  En komist maður í dansinn, þá bara líður maður með hljómfallinu og kannski ber það mann í burtu frá þessari ógn sem læsir krumlu sinni svo víða ... og... finni maður svona konu, ja þá er nú mörgum borgið.

Hafðu það alltaf gott.  Þetta er yndislegt.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:17

13 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Að dansa og syngja léttir lund og hamingjan seytlar um sálina. Tifum létt á fæti mót sumrinu og njótum fegurðarinnar í trú um betri tíð með blóm í haga.

Falleg flísin þín. Kærleikskveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.5.2009 kl. 11:44

14 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábær hugvekja, full af gleði og hlýju. Takk, dansi-dansi-dúkkan mín!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.5.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband