6.5.2009 | 16:22
Perlur ....
... Og svín eru tvö ólík orð sem fara oft saman. Miss Piggy sú glæsilega skinka tæki sig vel út með náttúrulegar óslípaðar perlur eins og sandkorn eilífðar. Sandkorn eilífðar sem elskar að faðma þig og varðveita. Það er fátt svínslegt við fagrar perlurnar .......
Í dag fór ég á útimarkað með ljúfri konu sem stoppar stutt að sinni þar sem hún er í læknismeðferð á fallegasta landi norðan alpafjalla. Við áttum góða stund og náðum að skoða og skrafa og m.a. keypti ég fallegar náttúruperlur, alveg ekta perlur óslípaðar eins og sálin sem læðist um hjarta mitt.
Kærleikans bönd rustico þakflís
Það sem gleður mig við perlurnar er hvernig samhljómur þeirra á við sköpun og form tilverunnar. Lífið er fullkomið, fallegt og ilmandi ef við bara leyfum því að snerta okkur á réttum stöðum. Verum hrein í eðli og látum gott af okkur leiða. Einföld orð sem við getum kosið að gera að okkar eigin, notið stundarinnar eins og hún kemur fyrir því tíminn er fullkominn í hraðri yfirferð um himingeiminn.
( ósögð orð )
Í dag er lífið fullkomið sem gerir veruna fallega og vel þess virði
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Bíð róleg eftir fílunum.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 19:47
Það sem læðist um hjarta mitt við þennan lestur er gleðin yfir því að þú nálgast. Hlakka svo til
Hrönn Sigurðardóttir, 6.5.2009 kl. 21:20
Flott flís að vanda knús í hús
Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.5.2009 kl. 21:27
when when when?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.5.2009 kl. 14:13
Björt og flott :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 7.5.2009 kl. 22:25
Falleg færsla eins og vanalega og læðir ljósi í hjartað
Hlakka til að eyða stund með þér
Dísa Dóra, 7.5.2009 kl. 22:47
Flísarnar þínar eru ekkert minna en.....YNDISLEGAR.
Mér finnt flísarnar svo flottar a' það eru engin orð nógu sterk til að fanga allar þessar tilfinningar sem þær vekja.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 8.5.2009 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.