7.12.2006 | 20:58
Fallegur Maki, Frí á sólarströnd og taumlaus ....
Það vantar ekki sæta strákinn minn. Hann er gjörsamlega grunlaus um að mynd sé tekin af honum. Á morgun er frídagur "Spáni á" ................ hvað er betra en frídagar þegar allt á vogarskálina er komið. Njóta þess að vera til, hvísla fallegum orðum í eyra þess sem þú elskar, fá jarðarber í skál og ískallt kampvín, frissandi bubblur og liggja toppless á sendinni strönd!
Hvað er betra?
Elskulegur maki minn í slökun.

Sú sem tekur myndina er toppless, með kampavín í annari og ef vel er að gáð ætti að sjást í jarðarberjaskál með ísmolum.
Eftir langan vinnudag, bæði sigra og sorgir þó ekki þínar eigin sorgir. Við megum ekki gleyma að starf okkar er mismunandi og við erum oft á tíðum að höndla hamingju annara sem er vandmeðfarin. Ég hugsa oft ef eitthvað út af bregður "hux" vildi að ég hefði gert þetta en ekki þessi eða hinn. Þ.e. að ég væri þolandinn. Svo leiðinlegt að upplifa vonbrigði annara ..... talað almennt! Þegar einhver týnir einhverju, verður fyrir óþægindum eða þaðan af þá finst mér ég vera betur til þess gerð að taka við því! Wonder why?
Kanski vegna þess að ég er svo vel gift, á svo góða að og er með svo háan "HAPPENING" stuðul.
Í dag langaði mig óskaplega til að blogga en vissi ekki um hvað ............... það er sem oft áður að BULLIÐ rennur frá manni þegar opnað er fyrir kranann. Ég var döpur fyrr í kvöld en hringdi símtal yfir hafið og fann dúnmjúkt púst í hjartastað! Takk fyrir það elsku vinkona!!!
Lítillát og rjóð þakka ég fyrir mig. Hlakka til morgundagsins og krossa mig fyrir að hafa lifað þennan dag af. Heil helgi framundan og föstudagurinn líka ekkert púl fyrr enn á mánudag þar sem mín tók föstudagspúlið með snilld og lítilli nennu!
Það verður gleðiefni að blogga um ummálsmissi og þyngdartap!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já, þið skötuhjúin eru alltaf í jarðarberjunum!!!
Takk fyrir innlitið sætust! Það er ekki rétt að taka við annarra manna þrautum hér í lífinu, hver og einn þarf að reyna sitt.... ert þú ekki með nóg á þinni könnu?? thihihi, þú verður að hafa tíma til að mála allar myndirnar!!
Knús smús til þín, heyrumst á morgun, ég verð kannski úti að láta prenta myndir.... hehehe...
Elín Björk, 9.12.2006 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.