9.5.2009 | 10:02
Að hugsa ....
... hugurinn á mér er eitthvað svo leitandi er augun hanga á skjánum þar sem að tímataka fer fram í Barcelona. Formúlan og ljótustu bílar sveima nú um brautir með ólátum. Fegurðin og hraðinn fara ekki saman í dag.
Í dag ætlum við mæðgur að hjóla saman í ræktina og svo aftur heim hver veit nema að við komum við hjá tengdó sem ætla að leggja leið sína í átt að strönd. Ætli það fari ekki eftir því hvort við verðum hressar eftir púlið.
Hún hugsaði um ástina, rustico þakflís
Það að skella sér í líkamsrækt er eitt af betri ákvörðunum sem hefur verið tekin á þessu ári. Nýtt líf að nenna því að hreyfa sig, eiga tíma með sjálfum sér og hugsa! Það er gott að hugsa og stundum þarf að hugsa meir en góðu hófi gegnir þegar líkaminn kvartar yfir þreytu. Ég ætla að hugsa um ástina og það yndislega líf sem ég klæðist.
Ég er þakklát fyrir að eiga góðan mann og óþekk börn. hehe ... Það er margt spennandi framundan í CMC sem er nýr klúbbur í myndum. Já, spennan magnast eftir því sem kona blómstrar ... Túnfífill eða túlipani það er málið.
Ég elska Baldursbrár og ástina sem læðir sér um hjartað.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Solla Guðjóns, 9.5.2009 kl. 16:55
Það er líka eitthvað sem veldur því að í og eftir líkamsrækt hugsar maður svo miklu miklu skýrar!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2009 kl. 19:28
Rétt hjá Hrönn. Knús á þig ljósið mitt
Kristín Katla Árnadóttir, 11.5.2009 kl. 16:25
Úff úff, ég verð nú bara þreytt á allri þessari hreyfingu kona góð.... þú mátt nú ekki gera út af við mig......
Knús knús kona flottust.
Rósótt (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:35
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.5.2009 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.