20.5.2009 | 08:57
Pása um bil, þá litlu stund ....
Að brúa bil eða mæla bil er ekki svo auðvelt mál. Ég ætla að taka mér smá bil og grípa ævintýrin sem bjóðast, hlusta á raddirnar sem fara hjá. Velja svo og hafna það sem hentar mér.
Lífið er ævintýralegt ferðalag, gult, rautt, grænt og blátt með allskyns víddum þess er töfrar litanna bjóða uppá. Sumarið kom í ferskum blæ, faðmaði hjarta mitt eftir að vorið yfirgaf okkur.
Lítið ferðalag er í vændum, áfanga náð, afmælisveisla og ýmist skraf sem tekið verður.
Á flugi í draumi er fyrir góðu. Hvað skyldi þennan herramann vera að dreyma?
Þegar allt hefur verið sagt og allt gert þá er lítið annað en að þegja bara eða lifa draumana. Draumarnir okkar eru stundum það fjarlægasta sem við grípum í en þeir eru hins vegar það sem sálin nærist hvað mest og best á.
Hver er draumurinn þinn?
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Litla hjartad mitt hefur bara alltaf dreymt um heilbrigda og hamingjusama fjölskyldu. Kannski ad thad sé kominn tími til ad láta hugmyndaflugid taka vid og auka vid drauminn.
Knús á thig yndislega kona.
Sporðdrekinn, 20.5.2009 kl. 21:41
Já.... draumurinn minn.........
Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2009 kl. 23:07
Njóttu lífsins og draumsins. Kær kveðja til ykkar yfir hafið.
Ásdís Sigurðardóttir, 21.5.2009 kl. 13:42
Það er alltaf gott að dreyma :))
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:33
Góða helgi mín kæra :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 22.5.2009 kl. 13:33
Góða skemmtun og til lukku með útskrift......... krútta mín.
Rósótt (IP-tala skráð) 22.5.2009 kl. 14:46
Hafðu það gott Elsku Þórdís mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2009 kl. 21:36
Til hamingju með daginn mín kæra og takk innilega fyrir í gær Vona að dagurinn verði þér yndislegur
Dísa Dóra, 23.5.2009 kl. 10:38
Ætla aðeins að fara vera virkari hér á mbl blogginu hafðu það gott skvís
Brynja skordal, 24.5.2009 kl. 11:02
Draumurinn minn er um óskina !
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 28.5.2009 kl. 00:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.