1.6.2009 | 13:34
Því með ástinni hófst lífið ...
... Svo ljúft og hunangsgyllt. Lífið sem ástin gaf af sér, því án lífs og ástar erum við ekki neitt.
(hér átti að vera mynd en kerfið of þungt í vöfum, vafa, vafði ...)
Ég finn fyrir doða í höfðinu og er í einhverri móðu á meðan ég glugga í gamlar skissubækur, les eldgömul ljóð og hlusta á Ragnhildi Gröndal syngja með fallegu röddinni sinni. Ég fékk mér kaffibolla til að kanna hvort gamlan í mér vantaði koffín en það er eitthvað annað en eiturlyfjaleysi er hrjáir kroppinn. Koffín = eiturlyf þ.e. hið mjúka e.lyf.
Það er gaman að glugga í gömlum skissubókum og sjá hugmyndir um ást í frumu, sjá krambúleruð og afmynduð andlit sem eiga það eitt sameiginlegt að vera sögn í mynd.
Eitt sinn fór fallega dóttir mín í járnfuglinn stóra og móðurhjartað fylgdi henni á áfangastað.
Með bleikt ský í bandi
Sem lífið reis dagur nýr,
augu þín þung sem blý.
Lík vorinu lifnaðir blíð,
von þín hamingjuský.
Ilhýrt land í afafaðm,
ömmuhjartað iljar.
Gullhýr hnátan til þess vann,
með brosinu fallegu miðlar.
(zordis)
Svo stóð hnátan með bleikt silkiský í hendi eins og 17júní væri nær.
Doðinn er farinn yfir hausamótum og ég er komin með heftibyssu, skæri og allskonar efni á eldhúsgólfið hjá mér. Ég held ég fari úr einhverju af þessum fötum því hér er hiti og leggist til atlögu. Hvað það verður er vandi um að spá. Bara jólahugur í kjéddlu núna.
Eigið yndi á fallegum sumardegi
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ásdís Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 15:02
Fallegt, fallegt, fallegt ! Þú hlýjar mér alltaf um hjartarætur, með ljóðum þínum og myndum.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2009 kl. 17:03
Kann vel við gullhýra, sjálfstæða snót...en fórstu nokkuð langt svona berrössuð í hitanum
Inga María, 1.6.2009 kl. 20:15
Gleðileg jól
Hrönn Sigurðardóttir, 1.6.2009 kl. 21:02
Það ylja manni alltaf færslunar þína elsku fallega kona
Dísa Dóra, 2.6.2009 kl. 10:10
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur......:O) og takk elsku ljúfa mín....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.6.2009 kl. 20:58
Hef saknað þín ljúfa bloggvinkona. Er orðin löt að blogga nema spari en það er kominn tími á hitting fyrir gamlan og góðan hóp er það ekki? Hef verið í lagtíburtistan lengi lengi í góðu sumarfríi (í alvöru!). Hef samb.
Marta B Helgadóttir, 3.6.2009 kl. 23:03
Æ hvad manni lídur vel ad koma hérna inn.Madur fer í svona stellingu sem gerirr manni svo gott.
Hjartanskvedja til tín elskuleg.
Gudrún Hauksdótttir, 4.6.2009 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.