12.12.2006 | 22:00
Hvít hugsun með göldróttu ívafi.
Hvað eru galdrar?
Galdrakonur og Seiðkarlar, Nornir og óttalegir karlar hafa í gegn um tíðina stafað ógn samfélaga með nærveru sinni. Óttin hefur leitt til ótímabærs dauðdaga fallegustu kvenna sem karla. Persónur sem hafa haft hug yfri hönd og orku í sál sinni til að aðstoða og leiðbeina. Kirkjunnar menn "Í den" stóðu á móti því sem þótti viðurkennt og oft hylmdu yfir gjörðum sínum með handbendi einu.
En, nýjir tímar taka á móti göldrum og þeim persónum sem þá stunda. Hvað eru góðir galdrar og hvað ekki. Í gegn um söguna hafa verið bjartar persónur og dökkar persónur. Var og er!
Nútíminn býður upp á nýja tíma en sömu skugga og birtu skilyrði................Einbeitum okkur að galdrinum. Hvernig látum við mann hverfa og hvernig látum við einhvern langa í hugleikinn hlut.
Þessi svör eru hvork háleit né stórmerkileg. þessi svör búa innra og snerta innviði hugans, einangrun andans frá efni. Einföld æfing getur storkað hita frá kulda og stillu frá titring.
Það veit sá sem allt veit að minn galdur er friður og stilla. Hjartað pumpar blóði sem heldur lífsklukkunni næringu.
Ef eina ósk ég ætti,
einfalda og bjarta.
Umheiminn kætti,
og hætti að kvarta.
já nú blaðrar mýktin á beinunum. Hjartar tifar ótt og títt.............aldrei sem fyrr hefur mig langað að hverfa í sælu móðurfaðmsins sem nú. Móðurfaðmur minn er faðmur ömmunnar sem gefur af sér við gleðihót. Á svona stundu er best að loka augunum og fá svör héðan eða þaðan.
Í nótt er best að galdra, blanda saman efnum andans og þeim sem koma að handan. Í nótt hvílums við og það veit sá sem flest veit því fáir vita allt ..................................
Einangrun hjartans þrá með réttmæti andans. Galdrar, já, einföld aðgerð hugans, hvorki blekking né háð! Galdrar, þig undrar? Hvers væntum við, það veit sá eini sanni!
Lífið er galdur!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Athugasemdir
Stórmerkileg og skemmtileg skrif og umhugsunarverð
Annars ku ég vera komin af galdranornum og sauðaþófum af Ströndum,en hef hvorugt fundið í eðli mínu
og þó
.....Knús
Solla Guðjóns, 13.12.2006 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.