Ekki veðurspáin samt <´)

Og svo var það spáin fyrir daginn; 

Steingeit: Þótt ýmsir erfiðleikar steðji að þér máttu ekki láta þá stjórna lífi þínu. Beindu þeim til betri vegar, en varastu að gera vandann að þínum.  

Og ég sem er á leiðinni í hjólreiðartúr, ætla að hjóla hratt og taka aðeins á því.  Ekkert körfuhjól með picknikk græjum.  Mun ekki tilla mér á milli cítrus trjánna á köflóttum dúk með svalandi og blævæng.  Búin að taka ákvörðun um að fara alla morgna (svona flesta) út að hjóla á morgnanna en áskriftin í ræktinni rennur út i þessari viku.  Við mæðgur munum renna í kvöld og taka á því, fara í lokamælingar e. 2ja mánaða prógramm.  Lífið er gott þegar kona leiðir erfiðleikana til betri vegar.

Ein lítil í bráðabirgðaramma .... 

Og svo er það hobbýið, enn eina ferðina.  Elska það að geta svalað geðinu og málað frá mér vitið.  Ég geri allavega ekki flugu mein eins og Obama á meðan.  Var að spekulera að setja þessa litlu föndurmynd sem var hugsuð sem tækifæriskort í nokkuð stóran ramma með breiðu kartoni.  

Úhhhhh spennan í hámarki, læt ykkur fylgjast með ævintýrum kjéddlunnar. 

Heart Farin að hjóla og spóla Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þessi mynd er sniðug og flott.  Hún hefur einhver sérstök áhrif á mann..... maður brosir ósjálfrátt.  Þú er frábær. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.6.2009 kl. 07:58

2 identicon

Knús inn í daginn flottasta kona.

Rósótt (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:37

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Farðu varlega á hjólinu og eigðu ljúfan dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband