18.6.2009 | 07:44
Ekki veðurspáin samt <´)
Og svo var það spáin fyrir daginn;
Steingeit: Þótt ýmsir erfiðleikar steðji að þér máttu ekki láta þá stjórna lífi þínu. Beindu þeim til betri vegar, en varastu að gera vandann að þínum.
Og ég sem er á leiðinni í hjólreiðartúr, ætla að hjóla hratt og taka aðeins á því. Ekkert körfuhjól með picknikk græjum. Mun ekki tilla mér á milli cítrus trjánna á köflóttum dúk með svalandi og blævæng. Búin að taka ákvörðun um að fara alla morgna (svona flesta) út að hjóla á morgnanna en áskriftin í ræktinni rennur út i þessari viku. Við mæðgur munum renna í kvöld og taka á því, fara í lokamælingar e. 2ja mánaða prógramm. Lífið er gott þegar kona leiðir erfiðleikana til betri vegar.
Og svo er það hobbýið, enn eina ferðina. Elska það að geta svalað geðinu og málað frá mér vitið. Ég geri allavega ekki flugu mein eins og Obama á meðan. Var að spekulera að setja þessa litlu föndurmynd sem var hugsuð sem tækifæriskort í nokkuð stóran ramma með breiðu kartoni.
Úhhhhh spennan í hámarki, læt ykkur fylgjast með ævintýrum kjéddlunnar.
Farin að hjóla og spóla
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þessi mynd er sniðug og flott. Hún hefur einhver sérstök áhrif á mann..... maður brosir ósjálfrátt. Þú er frábær.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 18.6.2009 kl. 07:58
Knús inn í daginn flottasta kona.
Rósótt (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:37
Farðu varlega á hjólinu og eigðu ljúfan dag.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.6.2009 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.