24.6.2009 | 16:36
Í leynd við drauma og dýrðir ....
... sú dásemdardýrð að eiga draum, að leyfa sér að langa og sjá veruleikann í lófa þínum.
Að lifa í draumi þar sem allir finna sitt og sækja glaðir sjóinn. Að njóta uppskerunnar eins og enginn sé morgundagurinn. Já, að leyfa sér að njóta þess eina sanna lífs í nútíðinni.
Svo hrifin af nýja húsinu mínu ....
Draumahúsið frá hlið ...
Það var brakandi stemming á markaðnum og fórum við mæðgur saman ásamt Möggu vinkonu og það var skoðað og skrafað. Staldrað við til að byrgja úlfaldann, sitthvað var keypt og allir sáttir með sitt.
Sólin er grillmeistarinn í bænum og gamlan er orðin heldur útitekin eftir hjólreiðarnar. Er búin að vera hrikalega dugleg að láta ekki dag líða á milli og tek lágmark 12 km túra sem skilja eftir sig gleði í kroppnum. Jebb, hjólreiðarnar eru cool ....
Lífið er ljúft og gott, ekki spurning!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:38 | Facebook
Athugasemdir
Einhverra hluta vegna fór ég að hugsa um Englavíkina
Hrönn Sigurðardóttir, 24.6.2009 kl. 17:24
Glæsilegt hús
Mikið rosalega ertu dugleg á hjólinu
Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.6.2009 kl. 18:06
Nei fékk ekki mailið....en þetta hús er draumur
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.6.2009 kl. 23:08
Saknisaknisakn.... sakna veðurfarsins og þín mín kæra! Vá hvað ég væri til í skrepp!!!
Hvar er þetta hús?
Knús í þitt hús
Elín Björk, 25.6.2009 kl. 11:16
sannarlega draumahús, gott að dreyma. koss á kinn
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 22:18
Njóttu lífsins
Ásdís Sigurðardóttir, 25.6.2009 kl. 23:11
Til hamingju með húsið þitt og dugnaðinn í þér að hjóla. Öll hreyfing gerir manni gott, Nú ætla ég út á pall í blessaða sólina. Beið eftir henni í allan gærdag, en svo í morgun er ég vaknaði var hún komin. Sól. sól.....
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 26.6.2009 kl. 10:18
Fallegt hús til hamingju með það.
Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2009 kl. 15:41
Vá....átt þú heima í þessu húsi.? Mér sýnist þetta nú frekar vera safn en íbúðarhús.
En hvað um það.... takk fyrir innlitið..... og flísarnar þínar hafa algjöra sérstöðu...... flottar.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.6.2009 kl. 07:48
knús á línuna og ljúfar kveðjur....:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 30.6.2009 kl. 08:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.