Hálgert letingjablogg ....

Seinnipartinn í gær þá fór gamlan með krökkunum í smá hjólreiðartúr.  Það var mismikið erfiðað en ætli við höfum ekki hjólað eins og 16 km plús  með sundpásu og vatnsáfyllingum.

Veðrið var orðið svalt enda klukkan langt gengin í 1900.  Það er ekki fyrir hvern sem er að taka á því yfir miðjan daginn því hitinn er einfaldlega skæður.

Auðvitað var myndavélin með í för .....

Yndislegu börnin mín .... 

Dúllurnar hlið við hlíð

Litla gerpi 

Honum var svo heitt ....

Sæta skvísa 

Dóttlan ofur svöl

Smá pissustopp 

Ungherrann þurfti að víkja sér afsíðis

Áveituskurðurinn um 2100 

Horft með skurðinum 

Sólin tók á móti mér þegar gamlan og fákurinn héldu morguntúrinn.  Mér krossbrá þegar ég sá Scheffer hund koma tipplandi á móti mér, hjartað missti úr slag en svo glitti í eigandann handan hornsins.

Það er gott að eiga stund með sjálfum sér, heilsa kanínu ungum sem skjótast yfir veginn, dásama fuglana sem svífa með vindinum eða nikka til klukkublómanna sem kyssa vanga þinn við hvert tækifæri.

Lífið er bara betra í dag en í gær. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt blogg...ég mun læra mikið af þér kæra vinkona...takk fyrir að vera svona dásamleg ...

Mariposa.

Elín (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 20:47

2 identicon

Úff úff dugleg að hjóla í þessum líka hita...............

Knús knús á ykkur krúttin mín.

Rósótt (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband