6.7.2009 | 18:30
Seiður ...
... ókunn hljóð sem kyngimögnuð ástin.
Susss og surr og bómullarlegt hnoð á marrmjúku skýji. Suss og surr hún sagði og baðaði út höndum rétt eins og 6 ára ofurhetja sem er búin að læra að hjóla. Ofurhetja sem er með sár á hné en flautar hálftannlaus sigri hrósandi og sleppir höndum.
Suss og suuuuuuuussssss . . . . . . .
Kyngimagnaður seiður ástarinnar sem teygir hendi sína út. Á móti hendinni bíður bónin sem töfrar sig í hjarta mitt, kallar og segir, óskin er þín. Kom þú yngismeyja . . . .
Jebb, klárlega málið.
Ástin mín eina, Þakflís rustico 40 x 20
Ástarkrunk, þakflís rustico 40 x 20
Kærleikskrunk, þakflís rustico 40 x 20
(í einkaeigu)
Kurr, þakflís rustico 40 x 20
Kyngimagnaður seiður þeytti gömlunni heim. Þreyta hvílir í konukropp en það fylgir bara lífinu.
Njótið lífsins eins og það steðjar að.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Eins og ég hef sagt ótal sinnum eru flísarnar þínar....heillandi. Og Kurr.....er meiriháttar.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.7.2009 kl. 20:59
Það er ómetanlegt að vera þreyttur eins og sex ára og geta samt málað svona þakflísar. Knús í krús
Hrönn Sigurðardóttir, 6.7.2009 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.