11.7.2009 | 08:49
Nýr dagur ...
... Mikið er nú notalegt að upplifa nýjan dag. Finna þakklætið í hjartanu fyrir að fá að vera með þessa stundina. Morgunsprikklið gekk vel og náði gamlan að stíga 17 km án þess að verða fyrir óþægindum annara íþróttamanna.
Á laugardögum er oftast meira um fólk sem vaknar snemma og fær sér morgunhressingu, hjólar, skokkar eða gengur um með gæludýrin sín. Það er bara undursamlegt að fylgjast með lífinu og hljóðinu sem býr í umhverfinu. Sólin geislaði og kristaltær himininn hélt utan um mig við stig pedalanna.
Ég er glæný í dag.
Umhyggja, þakflís rustico 20 x 40
Svo er það smá hugmyndavinna og hönnun, sturta alveg bráðnauðsynleg þar sem svettið er yfirstaðið.
Njótið lífsins í núinu kæru vinir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já maður má vera þakklátur að að fá að lifa, maður veit aldrei hver er næstur.
Gott að njóta hvern dag Þórdís mín. Hér í RVK er búið að vera mjög heitt og yndislegt.
Falleg myndin þín eins og ætíð, njóttu lífsins líka elsku vinkona alltaf svo hlý og góð.
Kristín Katla Árnadóttir, 12.7.2009 kl. 20:51
Hæ svítí, já það er gott að vera í núinu
Við áttum dásamlegan gærdag, allt gekk eins og í sögu, ég set inn myndir eða sendi þér þegar ég fæ þær, só far erum við bara með vidjó .
Knús á þig engillinn minn -þú tekur knús á familíuna þína frá okkur líka
Elín Björk, 12.7.2009 kl. 21:41
Þakklætið í mínu hjarta er mikið ávallt síðustu mánuði, ég er lukkunnar pamfíll svei mér þá.
Kærar þakkir fyrir öll fallegu kommentin þín hér og á facebook ... þú ert gull. Kærar kveðjur frá Akureyri.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 09:39
Ég er ótrúlega svöng! Er að hella mér uppá gæðakaffi og ætla að fá mér heimabakað heilhveitbrauð með osti og smjöri.
Stefni svo á lötur eftir hádegi þó rokið sé svo mikið að hér sé varla stætt..... - eða kannski er ég bara orðin svo góðu vön eftir blíðuna undanfarið?
Lovjú sæta
Hrönn Sigurðardóttir, 14.7.2009 kl. 10:03
Sæl mín kæra
Við Sara sitjum hér með tárin í augunum.....HVAR ERTU
Ertu nokkuð hætt að vera vinkona okkar....eða hentu ljótu kallarnir á Spáni þér út af Facebook við finnum þig hvergi
Sara ætlar að láta e-mailið sitt fljóta með sara.herm@hotmail.com
Didda, 14.7.2009 kl. 14:23
Knús og kossar og ljúfur faðmur....:O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.7.2009 kl. 00:45
Ljúfan mín! Knús og kossar til þín.Mikið er gaman að skoða myndirnar þínar.Gangi þér vel Þórdís mín.Bestu kveðjur.Gréta
Make Up Gallery ehf, 16.7.2009 kl. 12:35
þakklát fyrir hvern dag í lífinu það er ég. Misjafnt hvað þeir færa manni, sorg, gleði, væntingar, vonbrigði, en allir færa þeir okkur reynslu til að vinna úr. Njótum dagsins.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 17.7.2009 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.