17.7.2009 | 17:01
Peningatré ...
... Í ljósopinu mínu gróðursetti ég peningatré. Fallegur mjúkblöðungur sem stækkar og stækkar. Uppskeran verður geðveikt væn og konan mun hirða það græna og væna enda föstudagur til fjár.
Hugmyndirnar flögra í loftinu eins og sáldur úr hugskoti. Agnarögn er tillir sér á yfirborð og duggar með þér til endaloka. Það verður að framkvæma hugmyndirnar því tækifærin eru allt í kring um okkur.
Framkvæma og láta verða af hugarórum og draumum. Peningatréð vex og dafnar eins og hvert annað sítrónutré er gefur af sér ávexti. Sem minnir mig á að ég ætlaði að kaupa sítrónutré!!!! Mæti bara með afleggjara af peningatrénu og fæ gjöfulan stofn í staðinn.
Hrafna, akrýl á striga 20 x 20
Lét loskins verða af því að klára þessa elsku en ég byrjaði á henni í ágústmánuði 08 ...... Tíminn flýgur á ógnarhraða sem segir doltið en það er svo sem ekki leyndarmál því lífið er gott og allt gott hefur góða líðan. Samt að hugsa til þess að eilífðin mín markast af 40 árum og hefur tekið minnst tímana tvo að ná þannig að hinn helmingurinn verður bara yndislegur í 40 ára hlaupinu.
Best að fara að huga að peningatrénu, vökva smá og segja því sögur. Stundum þá fæ ég hvísl í sálina frá litlum ósýnilegum álfum sem stökkva á milli mjúkblöðunganna.
Lífið er ekki sem verst, bara gott og grænt!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þú ert yndisleg eins og alltaf, hjartanskveðja til þín og þinna
Ásdís Sigurðardóttir, 17.7.2009 kl. 18:11
Sítrónutré, peningatré, votta hekk
Margrét Birna Auðunsdóttir, 17.7.2009 kl. 19:44
Þú er yndisleg knúsí mín vildi eiga peningatré og sítrónutré.
Kristín Katla Árnadóttir, 18.7.2009 kl. 12:06
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur:O)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 18.7.2009 kl. 23:03
Líst vel á hana :)
Lárus Gabríel Guðmundsson, 19.7.2009 kl. 11:33
Knús
Sporðdrekinn, 21.7.2009 kl. 03:15
Má ég fá afleggjara af þessu peningatré?? ekki veitir af á þessum síðustu og ......... (bestu)..........
Hi hi
Rósótt (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 15:14
Góð hugmynd að gróðursetja peningatré!
Allra ljúfustu kveðjur til þín, ljúflingur!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.7.2009 kl. 18:21
Flott hugmynd, peningatré!
Hrafna er æðisleg
Marta B Helgadóttir, 27.7.2009 kl. 20:14
..alltaf svo vond lykt af peningum...lýst betur á sítrónuna...
Inga María, 28.7.2009 kl. 13:38
Vá hvað er langt síðan ég hef kíkt á bloggið ... MYndin er æði eins og við var að búast
Solla Guðjóns, 29.7.2009 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.