18.12.2006 | 20:47
Græna byltingin ....
Allt er vænt sem vel er grænt. Vænt í malla og blítt á bossann. Nefnilega seðjandi, ofurgrænt og meir að segja gott á bragðið. Nefnilega, ta ta ta ta;

Spergilkál / Brokkoli
Virðist ekki beint spennandi við fyrstu sýn, er sko ekki beinlínis Sexý grænmeti eins og t.d. Agúrka eða Kúrbítur þót liturinn sé hinn sami.
Uppskrift af Grænu gulli.
brokkolí
spínat
kúrbítur
aspas
Brokkolí er gufusoðið passa að það mauki ekki
Aspas er léttsteiktur upp úr grænni olífuolíu
(aspas fjarlægður af pönnu og...)
spínatið er létt snerpt á sömu pönnu með grænni olífuolíu
kúrbíturinn er hitaður í ofni
Kúrbítur er skorinn í fingurþykkar sneiðar og settur í olífuolíu smurt eldfafst mót. Sumum þykir gott að sneiða niður lauk og hita ofan á kúrbítnum en það er að sjálfsögðu val. Grænn aspas (ferskur) steiktur á pönnu og settur til hliðar meðan spínatið er steikt. Gott er að bæta tómatpúre við spínatið og skera niður 1 hvítlauksrif og bæta á pönnuna. Ekki gleyma að salta en hér verður hver að gera eins og líkaminn leyfir. Þegar kúrbíturinn hefur verið í ofninum í ca 20 mín er sniðugt að hella spínatinu yfir og láta malla aðeins áfram ( ca 10 mín) ásamt þeim aspas sem steiktur var.
Ath. Brokkolíið þarf minni tíma svo það er tímabært að gufusjóða þegar ca. 15 mín eru eftir af ofnréttinum. Þeir sem borða ost geta svo sett ost yfir grænmetisréttinn
Ofnbakaðaður kúrbítur með spínatsæng og aspas framreitt af fallegum ljóslitum disk eða bara því sem maður finnur í eldhússkápnum og léttgufusoðið brokkily á hliðardisk.
Það er meiriháttar að setja olífulolíu og balsamedik yfir brokkolýið þegar það er enn í gufunni og léttsalta. Borið fram og snætt.
Drykkur er Still Water eða með kolsýru.
Látum græna boðskapinn ganga.
Spergilkálið er gott fyrir fólk sem þjáist af járnskorti sem á einnig við um spínatið
Spergilkálið er ríkt af B vítamíni, B1 - B2 og Níacín
A retinol og C askorbinsýru.
Ekki slæmt það græna
Húðin á mér kallar greinilega á það sem hana vantar.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:33 | Facebook
Athugasemdir
Þetta hljómar unaðslega. Svei mér þá ef ég skelli ekki bara í einn svona gullrétt núna um miðja nótt .... nammiinamminammm... á að vísu ekki ferskan aspas ... en ég á blómkál :)
Lisa (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 03:19
verð að prufa þennan rétt fljótlega
Vatnsberi Margrét, 19.12.2006 kl. 08:11
Hljómar rosa girnó, held samt ég komi til þín í mat í stað þess að leggja í eldamennsku, hehe....
Elín Björk, 19.12.2006 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.