Svo langt sem það nær ....

..... þá er lífið bara yndislegt með öllum sínum hnökrum og þyrnum.

Vinur minn sem er áttræður hringdi í mig á sunnudaginn og það var yndislegt að heyra í honum.  O.k hann verður áttræður í september, við skulum ekki elda Keliróuna mína.  Hann var hress og ætlar að fara í siglingu með frúnni, lifa lífinu til fullnustu.

Góð fyrirmynd sem vinur minn er!  

Ég kynntist honum í gegn um starfið og það má segja að við höfum smollið saman þrátt fyrir aldursbil.  Hann er skemmtilegur sögumaður og hefur lifað tímana tvenna.  Elska þennan vin minn svo einfalt eða flókið sem það hljómar.

Ástin er nefnilega svo yndislegt atferli sem við njótum.  Skilyrt ást og svo þessi ást sem hefur fylgt okkur líf úr lífum alveg endalaust frá upphafi heimsins.  Við þurfum stundum að fara útfyrir okkar eigin mörk til að finna alheimsástina og rækta kærleikann sem er það fallegasta og sterkasta í veröldinni.  HALLELÚJA!

Það eru rólegheit í kotinu, baráttan við aukakílóin heldur áfram, líkamsrækt á hverjum degi og breytt matarrÆÐI er það sem þarf.  Það gengur bara vel, þakka þér að halda sér í viljanum.  Einn dagur í einu er það sem þarf.  Ég nýt þess að vera í núinu því fallegri lífsgjöf er ekki hægt að fá.

Ást og hamingja er gæluverkefnið hið endalausa.   

AMEN 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einn dagur í einu og að lifa í núinu, er besta aðferðin til að lifa góðu lífi. Kærleikskveðja til þín vina mín.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.8.2009 kl. 11:23

2 identicon

Amen eftir efninu..........  ástin er það sem gefur lífinu gildi.  Ástin á sjálfum sér, öðrum og eins ástin á deginum og stundinni.  Bara gott.

Rósa (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 11:53

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ástin er yndisleg í hvernig umbúdum sem er .Tad tekkjir tú heyrist mér og tel mig tekkja tad líka, engin spurning ad tú ert ad njóta lífsins elsku Dísin mín.Til hamingju med tau kg sem eru farin og gott gengi ad halda áfram .Tú ert alltaf flott elskan hvernig sem litid er á tig.

Konan er frekar pirrrud núna búid ad eida sídunni hennar á Facebook og henda henni bara út sísvona.

Var tetta tannig hjá tér líka ?.Ég finn enga sídu og get ekki notad mailinnn minn eda passwortid

Surning er hvort teyr geti leyft sér ad gera svona lagad .Madur er jú med margt tarna inni sem madur er búin ad sanka ad ser,ad ég tali ekki um alla vinina .Endilega spjalladu um tetta á FB tá kanski sjá teyr ad sér og láta fólk í fridi sem er tarna inni í fridi og ró ,hver veit.Langar ekki ad koma inn í ödru nafi sko.

Hjartanskvedja til tín frá Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 5.8.2009 kl. 09:18

4 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Ást, kærleikur, skilningur og umburðarlyndi það er málið. Kærleikskveðja.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 5.8.2009 kl. 22:03

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er gott að elda......... -ætlaði að segja elska... en einhver tók af mér völdin ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 6.8.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband