7.8.2009 | 14:19
Minningar og litrík veröld ...
.... Þegar grafið er í gullkistu minninganna þá er notalegt að taka eina og eina minningu og melta hana vel. Brosa eða gráta eftir því sem við á hverju sinni.
Ég dreg nokkur spil og gruffla oní kistuna mina:
Litrík veröldin í klæðalítilli flík, nefnilega Tanga brókin eða var það G-strengurinn. Well, kanski að G-bletturinn sé auðfinnanlegri í tangabrók. Segi bara svona. En hvar skyldi þessi G blettur annars vera? Væri kanski ráð að láta tattúa á sig eitt stk blett eða ætti hamingjusamlega gifta konan að vita þetta ... wonder og wondera yfir þessu þar sem að "grínlaust" fólk á förnum vegi var spurt um þennan blett. Fólk fór í fækjur og leit undan meðan að aðrir voru með svörin á hreinu eða var það eitthvað dirtý?
Svo var það kínverski hvíti kollurinn sem var settur upp í mai mánúði. Djéllan var sein en lauk áfanganum. Skellti hurðum og stefnir nú á Háksólanám í Suðrænni Sólarparadís.
Fallegi drengurinn minn borðaði ristað braut á morgnanna með olífuolíu og salti, vildi hels fá að rista sjálfur á hótelinu í Brasilíu. Við fórum í góða ferð með góðum vinum árið 2006 til Natal og nutum lífsins. Ungherrann hefur ekki látið brauð inn fyrir sínar varir hvorki fyrr né síðar.
Nýleg, átaksmynd! Leið var haldið að Campo Amor = Ástarstrandarinnar en þar er ísbúð og fengu kruttin mín sér öll sem eitt ís og mini me lét sér vatnið duga. Lífið er töff þegar akvarðanir hafa verið teknar. Töff er líka Cool sem gefur þessu enn meira gildi.
Jingle all ðe way
Þegar allt kemur til alls þá eru jólin hluti af mest spennandi minningum æskunnar að frátöldum ævintýraferðum í villigarðinn þar sem leynifélagið var með fundi. Að sitja á rauða bekknum í eldhúsinu hjá ömmu þegar hún bakaði appelsínu og brúnterturnar. Og svo margt til viðótar.
Minningin er það sem við gerum úr atburðum líðandi stundar. Að staldra við og hugsa til baka er ekki svo einfalt. Ó nei! Já, man alltaf hvernig það var að vaka á aðfangadagsmorgun og sjá jólatréð okkar "risastórt" í minningunni, með fallegu ljósunum, gylltum fugli og toppskrauti. Koma fram á náttfötum og láta sig langa að opna hvern einasta pakka sem var undir trénu. Lítið barnshjarta leið sína lengstu og mestu bið ársins á meðan pabbi fékk sér aftur á diskinn, á meðan foreldrar mínir gengu frá eftir matinn.
G-Óða helgi til þín og til minna vina sem ég tileinka þessa færslu og á ég góðar minningar með Hr.F og Frú.S. Hlakka til að sjá ykkur í funheitu spænsku sumri.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Það er góð útskýring á G blettinum í bókinni 11 mínútur eftir Paulo Coelho ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 8.8.2009 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.