9.8.2009 | 10:40
Vængir sumarsins ...
... þyrla tímanum áfram. Í svifi eilífðar ferð þú hjá yndislega sumar. Að teygja úr sér á dúnmjúku skýji og horfa á stundina, teikna litlar myndir í huganum, vera þátttakandi.
Að vera sæll og sætta sig við stundina er sigur raunverunnar, brosa í gegn um tárin og horfa fram á við.
Ræturnar okkar hverfa ofan í kalda jörðina, hanga í lausu lofti. Festan svo mismunandi eftir jarðveginum.
Á sunnudögum förum við fjölskyldan í heimsókn til tengdaforeldra minna. Borðum saman og eigum góða stund. Börnin leika sér og sundlaugin á stóran þátt í gleði þeirra. Í dag eftir matinn mun maðurinn minn og systir hans fylgja föður sínum á sjúkrahús. T-pabbi er að fara í hjarta aðgerð og verður lagður inn seinnipartinn í dag.
Guð er með okkur og við munum biðja fyrir því að allt fari vel. Mikil aðgerð til að bæta lífsgæði góðs manns.
Njótið dagsins ykkar, það ætla ég að gera og svíf úr núinu á vængjum þöndu sumrinu.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf gott að vera með fjölskyldu sinni. Þórdís mín
Vona að allt hafi gengið vel með T= pabba þínum elskuleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 9.8.2009 kl. 12:35
Vonandi gengur allt eins og í sögu
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 09:50
Knús á fjölskylduna Þórdís mín og takk æðislega fyrir síðast alltaf gott að vera í góðra vina hópi.
Rósa (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 10:03
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2009 kl. 14:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.