22.12.2006 | 00:51
Ljómandi Jólarautt ......
Það má segja að ljómandi jólarauður litur sé í pensli skrattans. Fyndið hvað maður sogar liti í sig, rautt, rautt og meira rautt!
Er að leggja drög að nýju myndinni minni. 60 x 60 og það er rautt í penslinum. Það þarf svossum ekki að drepa margar sellur til að geta sér til um myndefnið "menn og meiri menn" lífskúlan er svo skrítin að myndefnið gæti vel verið rauður úfinn snjór og Sæskrímsli sem skríða fyrir bú og bakka.
Ég er alein vakandi, Íris Hadda sofnaði fyrir löngu og drengirnir mínir eru farnir á náðir draumalandsins. Vona að litla barnshjartað sé komið með nóg af snjónum .... Ég spurði hann áðan þegar hann varð nánast móðurlaus í rokinu áðan hvort honum langaði enn að flytja til Íslands. Hann hélt það nú! Ó, já! Smá vindrassgat draup ekki á barnshjartanu.
Best að halda sér við efnið.....
Fyrsta vísbending af myndefninu sem verður til sýnis í Þolló síðar í mánuðinum eða á næsta ári;

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.