..... Ef ég ætti hamstur

Með bros í hjartanu sér fólk þig stundum ekki.  Þú stendur eins og "sautjánda júní dúkka" rjóð i kinnum, bara falleg með blöðruna þina, tilbúin.  Þú lærir smátt og smátt að sumt er gert útaf dottlu og annað út af sumu og við fáum ekki stjórnað strengjum er stýra milli þess er snerting ræðir og anda tekur.

Það er vandlifað í heimi, það er ljúft að geta fundið sjálfið í öryggi.  Já, voðalega ljúft.

Kona 

Kona, olía á striga 

Á þyrlupallinum mínum er nóg pláss fyrir þig og mig og þá sem vilja nærveru mína, nærveruna.  Jebb.  Nærveran er nefnilega sumt sem sumir vilja ekki, heldur eitthvað sem þú getur boðið og boðið og boðið og áfram boðið ....  En svo lýkur boðinu eins og hverju öðru partý og við sækjum ný boð og boðum okkur annað.

Heimurinn er svo flókinn í einfaldleik sínum eða er hann einfaldur í flókanum sem við grubblum upp í sinni hverju sinni.  Sennilega erum við grubblin og sinnuð í sálinni en það er nú líka bara cool.  Já, orðið cool á mín góða vinkona Elín Heart  Nýbökuð móðir með lítinn krúttukall í fanginu.  Jemundur og Geirmundur Valtýssynir hvað ég væri til í að vera með eitt stk Valentín í fanginu, nýbura sem öskraði á geirvörtu.  Já svonna er þetta bara og þótt vartan kvartar þá erum við svöl í coolinu.  

Ti hamingju með ávöxt ástar ykkar elsku Elín mín og Kolbeinn, hlakka til að koma og hitta prinsinn. 

Heart 

Töff og langur dagur á enda, vaknaði eftir 5 tíma svefn, límdi upp á mér augnlokin og dreif mig í gula gúmmí hanska .. tók til hendinni, fékk góða gesti og það var spjallað og skrafað.  Verst að vera hætt að drekka kaffi og já, spurning að byrja að reykja bara aftur þrátt fyrir að líkaminn segir nei.  O.k bara smá djók ....  Hvorki sígó né kaffi sem er gott.  Hef reyndar ekki reykt í 10 ár nema með undantekningu með sérlegum og ákveðnum vinum.  Skrítið hvað löngunin er furðuleg og hverfur svo  eins og hún hafi aldrei verið til.

En svona til að koma gömlunni í háttinn þá er þetta orðið spurning að fá sér bara hund því ég er "aungvin" hamstrakerling.  Þrátt fyrir að vera ðe hamsterlady, yfirprúttari í umframþyngd í frangri og bitin af lifandi hamstri.

Spiderman who ?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Hamstur, nei takk ekki fyrir mig en hundunum er gott a? kúra hjá :o)

Sof?ur rótt í alla nótt Gu? blessi thig og dreymi thig fallega

Sporðdrekinn, 15.8.2009 kl. 03:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég vil vera á þyrlupallinum þínum... þú mátt þá líka snertilenda á mínum - lovjú og sakna þín allt í einu óskaplega

Hrönn Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 10:49

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg kona, sendi þér faðmlag yfir hafið. Vonandi hittumst við næst þegar þú snertilendir hér í bæ.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 12:40

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

laugardagsknús til þín frá mér og takk fyrir fallegar hugsanir sem þú deilir

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.8.2009 kl. 13:51

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sunnudags knús til þín góða og fallega kona.

Kristín Katla Árnadóttir, 16.8.2009 kl. 12:00

6 identicon

Knús krúttskvísan mín

Rósótt (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 11:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband