19.8.2009 | 15:38
Valencía ...
... augun voru hæg í bítið, farsíminn vakti mig með ljúfum tón og ég fann að það var þreyta í kroppnum. Var ákveðin að ná 6 tíma svefni en náði ekki nema 5 tímum nú þriðja sólarhringinn í röð.
Við klæddum okkur og krakkarnir fengu sér morgunmat, ég gaf fuglinum að borða og vökvaði allar plönturnar, græjaði mig og fékk mér jógúrt í morgunmat. Við drifum okkur af stað á lestarstöðina í Alicante og stigum í lestina klukkan 09:20 tilbúin að takast á við nýjan dag á nýjum stað.
Við vorum komin um 11:00 leytið til Valencíu og þar tók elskan mín á móti okkur og við fórum sem leið lá á hótelið og svo beina leið á spítalann til að heimsækja tengdapabba sem braggast vel. Læknirinn sagði að hann væri hraustur og mætti halda að hann væri útlendingur, "como un caballo" ... jebb, eins og hestur, hvorki meira né minna.
Eftir heimsókn á spítalann var haldið á hótelið og smá síesta tekin en tengdamamma varð eftir hjá elskunni sinni. Í kvöld þá fórum við og knúsuðum tengdó og heldum siðar i miðbæjinn og fengum okkur snarl.
Nóttin tekur á móti okkur og úti dynja flugeldar. Það skyldi þó ekki vera að það sé einhver hátíð i gangi? Nú er hins vegar komið að háttartíma og nýr dagur bíður handan augnlokanna.
Flamenco fuglar, yndislega fallegir.
Börnin voru heilluð af Gorillunni.
1.stk Gíraffi ;-)
Sætu tengdó
Dóttlan og Andrea frænka.
Feðgarnir
Svo kom nýr dagur í núinu og lífið heldur áfram för sinni. Útlit er fyrir að tengdapabbi komi heim fyrir helgi en það veltur töluvert á því hvernig súrefnis mælingin kemur út en við krossum bara fingur.
Það var gott að koma heim til Alicante eftir hitamollulega Valencíu. Borg sem ég mæli hiklaust með því þar er margt að sjá. Mertóinn heillaði soninn sem og dýragarðurinn, miðbæjarkjarninn iðandi af lífi, allskona fólki sem hægt er að tengja við gjörvalla flóru mannlífs. Bara yndislegt að hafa fengið svona mini vacaciónes, hitt FJallið og heimsótt tengdó! Lífið er vissulega gott. Lífið er eins og smáskammtalækningar, lifandi ferli er bætir og kætir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já, þú segir satt, lífið er eins og smáskammtalækning, maður þarf oft ekki mikið til að hressast vel. Vona að allt gangi vel með tengdapabba þinn. Kær kveðja yfir hafið.
Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2009 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.