23.12.2006 | 00:23
Híasinta er kvenmannsnafn ...
Rétt eins og Íris og Lilja eða Sóley! Rósir er fleirtölu eining fyrir Rós. Á Íslandi eru konur sem heita Rósa eða Rós en engin Rósir. Á spáni heita konur Rósir, Snjór og Mercedes eins og bíllinn.
Fjallið kom heim í kvöld með rósabúnt.

Rétt fyrir Jól .....
Urrandi Rómantík eða bara þessi venjulega tík?
Allt er bara þokkalega gott og ástand gott fyrir utan óvenjulegt veður. Óvenjulegt ástand á degi bra bra! Tveir dagar til jóla og Fjallið mætir með urmull af rósum???
Ég er slök, ég er sæl og sé lífið koma á móti mér.
Ég er og sé
ég þigg
ég má
ég
er
ég
Gleðileg jól elskurnar mínar
Lífið byrjar á hverri sekúndu sem tifar og við erum hluti af því öllu
22
Þekkir einhvern konu sem heitir Híasinta fyrir utan þessa ensku grínleikkonu .....
Bless í bili
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Rósir eru jólalegar, smellpassa við jólin.
Flott að heita Mercedes, ég veit um eina sem var oft kölluð Bens. Ég væri til í Trabant.
Lisa (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 10:45
En gaman að fá rósir... sér í lagi á Íslandinu....Hvernig fór annars með jólakúlurnar?
Veistu að ég ætla að fá að hringja í þig og óska gleðilegra jóla á morgun (á eftir), só, jú better kíp ðí fón tsjarged...... (sorry, er komin með ferköntuð augu af tölvuglápi...)
Hjúts knús og kreistur til ykkar****
Elín Björk, 24.12.2006 kl. 01:34
Gleðileg jól
Vatnsberi Margrét, 24.12.2006 kl. 14:55
Gleðileg jól sætust til þín og þinna :) Ætla að gera hringitilraun á eftir :)
Elín Björk, 24.12.2006 kl. 18:41
Solla Guðjóns, 25.12.2006 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.