Í nóttinni býr dagur draumalands .... susss

.... Sussið er róandi, sefar þreytt konuhjarta. 

Orð af orði sem röðuðu sér haganlega eftir hugsun konunnar.  Konan vissi það að orðin mynduðu setningarnar sem flugu af vörum hennar.  Hún var þreytt og lét hugsanir sínar glymja í höfði sér og taldi kindur með lokuð augun.

Nóttin kom og vafði sig um vanga hennar og stjörnurnar dilluðu sér glatt, tældu hana í nýjan heim Heart

Miðvikudagur á enda, þegar ég spái í hvernig dagurinn leið þá sveif hann framhjá mér á ógnarhraða.  Rétt eins og ég væri áhorfandi á fótboltaleik, ein tuðra og fullt af berum lærum ...  kanski ég telji læri í stað kindanna er stökkva framhjá í gríð og erg.

Ilmur lótusblómanna fylla vitin á meðan augnlokin þyngjast, karlinn í tunglinu glottir og sendir fingurkoss.  Það er komin nótt.  

Heart  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hjá mér líka...... Sofðu rótt í ilmi lótusblóma og kossa frá karli í tungli

Hrönn Sigurðardóttir, 26.8.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 blow you a kiss from across the see.....

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2009 kl. 11:28

3 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Yndisleg lesning fallega kona.

Gudrún Hauksdótttir, 27.8.2009 kl. 13:13

4 Smámynd: Sporðdrekinn

Knús

Sporðdrekinn, 28.8.2009 kl. 03:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband