25.12.2006 | 12:23
Haglél og ærslafull börn
Engin jólaveisla í dag. Bara ljúf notanleg heit með fjölskyldunni. Það hraut niður hagléli rétt í þessu og börnin bjuggu sig út að leika. Við hin sitjum inni og látum okkur líða vel.
Skondið þegar kom að því að skreyta jólatréð með þeim eina jólasið er mér var kennt að engin sería var brúkhæf. Undir miðnætti á Þorlák sótti pabbi gömlu seríurnar, þ.e. fyrstu jólaseríu sem keypt var, serían sem lýsti barnshjartanu einum 35 árum áður. Gamla góða serían virkar enn og er bara ljómandi falleg. Það hjálpuðust allir við skreytingarnar og fagna ég jólunum á þann einfalda máta sem hann birtist okkur.
Eins og Hulda segir og hefur eftir öðrum; út með íllsku og hatur....
Ég ætlaði að birta myndir en gleymdi sony kaplinum mínum svo það verður ekki mikið um myndir núna. Þess vegna set ég inn eina mynd sem er jólatengd í huganum. Epli og mandarínur var í raun það sem kom með jólin hjá mér í gamla daga.

Ég man eftir lyktinni af eplunum og liturinn var gljáandi rauður. Eitt sinn fór ég í JL húsið og vann mandarínukassa ...... Voðalega heppin stúlka, ég er enn svona heppin og þakka fyrir það!
Heppni er lífsstíll ........... eða hvað! Ég óska öllum gleðiríkra jóla ..........
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Jólaknús til þín og ykkarQ
Ég man alveg þetta með epli og mandarínur, finnst eiginlega ekkert svo langt síðan... en þó.....
Hlakka til að sjá ykkur aftur á nýja árinu :)
Elín Björk, 25.12.2006 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.