2.9.2009 | 01:49
Ævintýrin ..
.... í vöku sem draumi ...
Íslandið er stórkostlegt, fagurt blátt og svalt. Það er eitthvað svo Cool við Ísland þrátt fyrir smá slettur. Vestmannaeyjar voru teknar í túristaleik. Gengið að Gyg Eldfells, Náttúru og Sjávarsafnið skoðað ... Allir helstu áningastaðir voru á ferðaplaninu og lífið og veður lék við okkur.
Við heimsóttum vini frá Spáni sem hafa tekið sér bólfestu í Eyjum og komið sér sérlega vel fyrir. Húnakonungur klikkar ekki á handbragðinu og hefur gert sér prýðilegasta hreiður og slakar ekki á í eldamennskunni.
Í nótt dreymdi mig konu sem hefur fylgt mér líf úr lífi, einstaklega kær en samt svo ákaflega fjær. Í nótt, já þá þurfti ég að klípa í mig til að kanna hvort þetta væri draumur ... Ég kleip og tárin hrundu niður kinnarnar því í draumnum þá var þetta raunveruleiki eeeeeeen þetta var svo bara draumur!
Nú sit ég ein með myrkur allt um kring nema týran frá fartölvunni sem lýsir upp augun mín. Á bak við mig sofa nafnar tveir er nutu sjóferðar Herjólfs. Síðan var brunað í höfuðborgina með dóttluna en hún gistir nú hjá frænku sinni en við gömlin hittum Immu vinkonu og hennar bróður er buðu uppá dýrindismat og félagskap.
Nóttin treður sér í vitin og líklegast best að berjast í draumaheim á ný. Góða nótt í fegurð heims ... úti er ævintýri (eða kanski eru þau bara rétt að byrja ??? Best að halla augnlokum, er þakki)
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:51 | Facebook
Athugasemdir
Hrönn Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 07:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.