2.9.2009 | 08:46
Sýningin hefst, 3ja sept. milli kl.17 og 1900.
Vertu velkoimin/n ....
"fréttatilkynning sýningarinnar" ....
Listakonan Zordís mun halda málverkasýningu í hársnyrtistofunni
Hárnýjung í Þorlákshöfn. Sýning Zordisar hefst 3ja September og
stendur hún til enda mánaðarins. Á sýningunni eru verk unnin á
spænskar keramik þakflísar, málaðar með akrýl.
Zordís er sjálfmenntuð í list sinni, hefur búið á Spáni síðastliðin 11
ár og sótt ýmis námskeið á Íslandi sem og á Spáni. Á síðasta ári
sýndi hún verk sín í; Kiwanis húsinu í Þorlákshöfn, í Gallerý undir
stiganum í Þorlákshöfn, í Ráðhúsi Reykjavíkur sem og í stúdíó sínu í
San Miguel de Salinas.
Allir þeir sem eiga leið um eru hjartanlega velkomnir að kíkja við að
Unubakka 3a í Þorlákshöfn, koma í klippingu og eða virða fyrir sér
einstök listaverk.
Einn heppinn September viðskiptavinur Hárnýjungar hlýtur keramik
þakflís að launum við lok sýningarinnar.
Kær kveðja, Zórdís og Hlíf í Hárnýjung.
Kelin, þakflís rustico 40 x 20
Ástarblik, þakflís 40 x 20
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Kannski maður renni í höfnina. Til lukku með þessa sýningu.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.9.2009 kl. 11:56
..reyni að koma við...en hvenær fáum við svo að sjá myndirnar, hrafnanna...prinsana sem ég reyndar sakna í myndunum þínum
Inga María, 2.9.2009 kl. 19:26
Til lukku, verst að það er aðeins of langt fyrir mig að renna við, en koma tímar og koma ráð
Margrét Birna Auðunsdóttir, 2.9.2009 kl. 19:41
Til hamingju með sýninguna
Ég held að mig vanti aðra flís
Dúa, 4.9.2009 kl. 13:41
Til hamingju með sýninguna. Því miður kemst ég ekki að þessu sinni.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 4.9.2009 kl. 16:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.