1 vika í lífi konu ...

....  ekki hvaða kona sem er, heldur hún litli mini moi ef mig skyldi kalla.

Íslandið stendur eftir bjart og fagurt, dásamlega hlýtt í faðminn.  Vikudvöl á landinu bjarta hefur borað inn margar minningar í hug og mynd.  Ég sagði við Fjallið að þessi ferð væri með þeim betri því víða var farið og mikið gert og margan manninn glatt.  

Við erum bara grínarar af Guðs náð hehehe.  Það liggur ótrúlega vel á mér þrátt fyrir þreytu og mikil þrengsli er hrjáði farþega Iceland Express.  FYNDIÐ ... sko, það er nokkuð hillaríus að hugsa til þess að fyrir 2 árum flugum við familían fyrir 850€ 4 stk fram og til baka Alicante - Keflavík "ásættanlegt verð" í ár þá kostaði ferðin 1650€ fyrir sama hópinn og ég get svarið það að rúmsentimetrar pr stæði er svo miklu minni að leggjastutt fólk leið þrengsli og sinadrátt undir rifjum.  Borðin sem voru á sætisbökum strönduðu á stólörmum sæta okkar.

Ekki skilja mig sem svo að ég sé að kvarta, ó nei!  Sinadráttur er betri en enginn og fyrir Íslandið má leggja sitthvað á sig.

Svona er Íslandið fallegt í umgjörð barna minna .. 

Nafli Alheims í skoðun ....

Ferðin var góð í alla staði, mikið skoðað og spekulerað.  Vestmannaeyjarnar voru hressandi eins og ferðin með Herjólfi.  Við vorum ekta túristar og gengum á Eldfellið og náðum að sanka að okkur hluta að Vestmannaeyjum er prýða nú spænskt heimili hehehe .....  Það var ekki mikið um pysjur í ár að sögn heimamanna en einar 3 höfðu verið fangaðar og 2 Fýlar.

Mýrdalurinn var tekinn á lær og það veit sá sem allt veit að þar er kyngimagnaður kraftur, bara fallegt bæjarstæði og geggjað útsýni í góðu veðri.  Á leiðinni að vík var staldrað við á Bakka, fengum kaffisopa, pönnsur og knús frá Ingu frænku, útsýnisferð að framkvæmdum Bakkafjöru og var kyngimagnað að skoða og sjá.  Mr. Pálmason var í návígi, alltaf jafn myndarlegur.

Einn veggur við Opnun sýningar í Hárnýjung 

Smart útkoma sýningar á Hárnýjung ... 

Opnun sýningar á Hárnýjung að Unubakka 3a var frábær.  Gott fólk sem leit við og góð stund skapaðist í kring um mörg andlit sýningarinnar.  Bestu þakkir til ykkar sem litu við og Hlíf mín, þakka þér fyrir góða minningu sem hvílir í hugarheimi konu.

1 vika er stuttur tími er nýttist vel.  Gerði margt og mikið, fór í 2 afmæli, Opnaði sýningu í Hárnýjung, borðaði Bleikju hjá vinkonu og Þorsk vinahjónum, bláberjalegið lamb hjá foreldrum og fékk eco heimagerða rabbabarasultu frá N-Götum.

Fullt af knúsum og kossum, brosum og breiðum faðmi er ofarlega eftir ferðina.  Ömmuknús var þó best!

1 vika sem er eins og eilífð er læðist í myrkrinu. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að Íslandsdvölin var svona vel lukkuð kær kveðja frá mér með norðanvindinum til þín og þinna 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.9.2009 kl. 23:42

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Takk fyrir mig

Hrönn Sigurðardóttir, 7.9.2009 kl. 12:19

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 7.9.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband