Sonur minn er í sokkabuxum

Litli engillinn minn var fáanlegur í sokkabuxur í fyrsta sinn á hans 6 ára ævi!  Honum fanst það alveg viðeigandi að fara svona kóngulóarfatnað þegar skautaferð var í nánd.  Stefnt er á skautaferð á morgun þ.e. ef allir hegða sér vel svo nú reynir á.  Drengurinn vill fá að sofa í sokkabuxunum og lofar því að vera rosalega góður.  Skautaferðin í dag lagðist niður sökum óþekktar og með mikilli mildi þar sem ekki var beinlínis gott veður í skautaferð.

 

skautar

 

Faðir barnanna ætlar að horfa á en móðirin er alveg ákveðin að skella sér á ísinn með ávöxtum ástarinnar.  

Annars er bara fínasta geðlægð yfir hafnarfirðinum, höfuðborg Íslands!  Var það ekki annars?   

Eiginmaður minn fór út og þreif  gluggana eftir matargerðina og átið.  Það var ekki hátíðarmatseðill á borðum í  Vallarhverfinu heldur léttmeti með ítölsku ívafi.

3 jólaboð framundan .... slökun, leti og smá pennslastrokur.  Ætlaði að birta hér á vefnum myndir en Sony snúran lét sig hverfa ..... ekki í fyrsta né hinsta skipti sem það gerist!  

Vona að allir hafi það súper og hlakka til að hitta marga marga marga! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þjóðbúningur íslenskra barna síðan föðurlandið lagðist svo til af   og krakkin að fara í það í fyrsta skipti hvar í aammmmssskkk áttu heima ???? ég veit en er aldrei kalt???Veit þú slærð RÚSSLOANA GORBSJÓVA HAGALÍN við á skautasvellinu...

bæbæ bullandi solla

Solla Guðjóns, 27.12.2006 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband