Kærleikurinn ...

... leikur sem okkur er kær, elska meira og meira, meir í dag en í gær .....

Að snerta eigið hjarta og finna þörfina til að gera eitthvað og gleðja.  Finna hvernig gott gerir gott og laðar gott til þín.  Það virkar svo einfalt að sýna velvildina og umvefja fólk vinsemd en það er einhvernveginn samt þrátt fyrir hversu "simple" það er að fólk er til baka, passar uppá sig og dregur sig í hlé.

Eitt smátt gerir svo margt í hjarta þeirra sem á þurfa þannig að við skulum öll teygja okkur að fjársóði sálar og sáldra kærleik yfir menn og mýs.  Þannig getum við dansað, hliðar saman hliðar og tekið eitt skref til hægri og annað til vinstri eins og við eigum lífið að leysa.

Ég verð nú bara að segja ykkur að kvenndið skellti sér í líkamsrækt sem er vart í frásögur færandi þar sem skvízan er búin að vera dugleg í þeim efnum í sumar en nú ætla ég og nokkrar skvízur að fara á líkamsræktarstöð og fórna sér í kærleika á eigin kropp.  Fyrsti tíminn lofar góðu.  Eymsli í hálsi og upphandleggjum, þokkaleg svo sem á öðrum stöðum en finn fyrir örlitum stirðleika.

Ballerínan í mér fær útrás og reynir að halda takti í öllum þessum sporum og hoppum og látum.  

I rest my case og wish me luck.

Heart 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Yndisleg að vanda, akkúrat satt hjá þér með" að elska meira og meira, meira í dag en í gær, þannig er lífið hjá okkur.  dugleg ertu.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband