Regndropar ...

....  Einn af öðrum hafa regndroparnirr svifið af himni ofan í leit sinni að jörð.  Svo óendanlega fullkomnir og einstakir.  Í hverjum dropa er orka og óendanlegt magn af súrefni sem nærir jörðina okkar og heldur lífiinu í okkur mannverunum.  Já, rigningin er ÆÐI.

Rigningin er ekki bara æðisleg því hún getur líka verið skaðvaldur og leikið okkur mennina grátt og tekið frá okkur jarðleg verðmæti og lífið sjálft.  Í nótt urðu flóð í Jáen í Andaluciuhéraði og flæddi inní mörg heimila sem hafa nú glatað öllum sínum veraldlegu verðmætum.  Það var mikið þreytt og vansælt fólk sem birtist í morgunfréttum þennan milda og ferska miðvikudagsmorgun.

Lífið heldur áfram og þrátt fyrir sársauka og sorgir þá þarf að stíga skrefin og halda áfram með draumana okkar.  Þegar ein glerhöllin fer í mola þá þarf að byggja upp þá næstu.  Þannig höfum við alltaf nóg fyrir stafni og höldum okkur við efnið.  Eins gott að vera með einbeitninguna í lagi. 

 

Og svo rigndi litríkum dropum úr pennslinum og hér fáið þið að sjá smá af því sem kom úr prentsmiðjunni.  Dagurinn er bjartur og fagur.  Ætla að fara og finna þefinn af nýrigndri jörð. 

Gleimmérei 

Gleimmérei, þakflís rustico 40 x 20

Ástarfundur 

Ástarfundur, þakflís rustico 40 x 20

Tindrandi 

Tindrandi, þakflís rustico 40 x 20

 September tifar áfram hægt með allri sinni fegurð.  Haustið nálgast og það finnum við í veðrinu.  Njótum dagsins í dag og grípum tækifærin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott flísin Tindrandi

Hrönn Sigurðardóttir, 16.9.2009 kl. 08:43

2 identicon

Knús í bæ.

Rósa (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 20:52

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Flísarnar eru hver annari betri....mér finnst þær frábærar.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.9.2009 kl. 09:41

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já, bara sammála þér kæra kona !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2009 kl. 20:09

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Fallegar allar flísarnar þína. Knús á þig og þína

Kristín Katla Árnadóttir, 19.9.2009 kl. 10:55

6 identicon

Hæ krútta, er hægt að koma í kennslu hjá þér......... vantar að koma svoooo mörgu frá mér.......

Rósa (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband