Síðastur í röð daganna ...

Merkilegur fyrir þolinmæði og biðlund.  Í dag munum við halda til heilags Þorláks!  Í dag eigum við eftir að finna búðarholu sem er opin og selur partýhatta og ílur.  Í dag eigum við eftir að gera margt þar sem gærdagurinn fór í veislustand.  Úr einni í aðra og báðar voru þær alveg yndislegar.

 

Flugeldar

 

Gamlársdagur hefur alltaf verið mér sérstaklega kær og í seinni tíð hef ég jafnan haldið hann á kæran og sérstakan máta.  Við kjarnafjölskyldan höfum verið saman og etið dásamlegan mat.  Nautalundir og góða sósu (borða ekki sósur dags daglega) allskyns smáréttir og gúmmelaði.  

Má vera þar sem hátíðarmatur okkar spánverja er með öðrum hætti og aðrar venjur tíðkast.  Ég las í einhverju íslensku blaðanna pistla um sið hvers þjóðbrots og íslendingar með einsdæmum fróleiksþyrstir.

Spánverjar samkvæmt þessu, borða vínber við hvern klukknahljóm sem er  hárrétt, en ekki man ég eftir því að aðalspennan var að hlæja með fullan munn af vínberjum.  Ég kem frá fjölskyldu sem hesthúsar 12 afhýddum (jamm, ekki með hýði þessi vínber og eru því mjúk og slepjuleg) ( Gott að kyngja) við hvern klukknahljóm og skálar svo í CAVA á eftir.  Æjjjjjj hvað Spánn er nú fínn InLove, að auki þá eru rauð undirföt seld eins og hver önnur nauðsynjavara því það klæðast allir rauðir undirfötum!

Við ætlum að skunda í leit að partýhöttum og ílum ....  Við ætlum að njóta þess að vera við í faðmi íslensku fjölskyldunnar ....   Ég geri ráð fyrir að við komum til með að gleypa mandarínulauf í stað vínberjanna þar sem að við komum ekki með niðursoðin, afhýdd vínber!  Svo er spurningin að deyja ekki ráðalaus og drekka bara eitt hvítvínsskot við hvern klukknahljóm.

Ég sendi ykkur kæru vinir bestu þakkir fyrir gott og yndislegt ár með von um að friður og hamingja fylli nýja árið ljóma okkar.  Firður og Hamingja eru systkyn sem virðing er af að þekkja.

Gleðilegt nýtt ár! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Kvitt og gleðilegt nýtt ár

Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.12.2006 kl. 11:37

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gleðilegt nýtt ár

Vatnsberi Margrét, 31.12.2006 kl. 13:37

3 Smámynd: Elín Björk

Gleðilegt nýtt ár elsku vinkona, megi það verða okkur öllum yndislegt og gott

Hjúmongus kreistur til ykkar***

Elín Björk, 1.1.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband