Vertu góð við mig .....

Himnarnir hafa gjörsamlega verið að rifna síðustu daga, þvílíkt úrhelli sem hefur lætt sér til jarðar.  Ég segi lætt en það er nú kanski ekki rétta orðið því himnar hafa hrissts og þrumur hafa lýst upp himinn.

Nýji lífstíllinn hefur góð áhrif á konukropp.  MatarrÆÐI og hreyfing í taktföstum ritma er gleður.  Í dag var það spinning tími, þvílíkt góður og erfiður tími.  Það er kanski skrítið frá því að segja að mér liður alltaf eins og fegurðardrottningu þegar ég er búin að sturta mig og geng spræk út í veðrið.  Hrikalega er gott að sheipa kroppinn, tala nú ekki um þegar loksins einhver smá árangur er farinn að sjást!

Fjallið mitt sendi mér nokkrar myndir af hans ektakvinnu fyrir átak og fanst gamlan sín bara nokkuð dugleg.  Svona getum við gert allt sem hugann girnist.

Gæfan er nefnilega svolítið merkilegt afbrigði lífsins.  Við þurfum að viðhalda henni því að heppni kemur í fang okkar þegar síst skyldi og er eins og orðið bendir til heppni.  Gæfan er það sem við ræktum og nærum alla daga lífsins.

Fyrirheit, þakflís rustico 40 x 20 

Fyrirheit, þakflís rustico 40 x 20

Kona og Krummi 

Kona og Krummi, þakflís rustico 40 x 20 

Þegar ég var barn þá var ég afskaplega heppin, ég vann mandarínukassa og síldarkrukkur og jafnvel peninga þegar ég tók þátt í úrdráttum.  Vann í Bingó og allskonar heppni í hinu og þessu.  Það kom sér vel að vera heppin þótt ég muni kanski ekki mikið eftir þessu en það kom sér vel.

Að verða eldri og sjá lífsgildin, fá að móta sjálfan sig og taka þátt í mótun barna okkar er heldur betur gæfa sem þarf að hnoða vel.  Ég vil, ég get og ég skal ....

Út frá gæfunni og þeirri gleði sem skapast gæti ég endalaust talað um jákvæða þætti þess að vera.  Lífið snýst ekki bara um sjálfið okkar EÐA HVAÐ?  Við vöxum í gleði og góðverkum, við verðum sterkari og samfélagsvænni einstaklingar þegar við gerum gott fyrir aðra.  Víddin okkar verður fallegri og móttækilegri fyrir fegurð heimsins.

Verum góð við hvort annað því lífið er allt of stutt til að hafna þeirri gæfu sem vinskapur gefur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála öllu..... Vel orðað hjá þér Dísa mín...

Barbara Birgis (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 06:56

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  x 100

Ásdís Sigurðardóttir, 1.10.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Það er alveg ómetanlegt að sjá árangur.Flott hjá Fjalli að enda þér myndir :)

Solla Guðjóns, 2.10.2009 kl. 08:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband