... Ilmandi sunnudagur í fallegri umgjörð

... Konan hrökk í gang í morgun og dreif sig frammúr.  Gamlinn minn svaf yfir sig en í morgun var Formúla 1 á þessum helsta óguðlega tíma.  Við fengum okkur morgunmat, hann músslí með mjólk og ég skar niður vatnsmelónu, epli, ananas og gula plómu.  

Eftir að hafa vafrað á Facebook þá sá ég svo marga með rjúkandi kaffibolla að ég fór að garfast í hvort ég ætti ekki að hella á einn bolla eða svo.  Það er orðið langt síðan ég hætti að drekka kaffi og skrítið með það að mig hreinlega langar ekki í dreitil nema akkúrat í morgunn.

Ég hreinsaði kaffihlunkinn og tók úr frystinum kaffitár með möndlu og súkkulaði bragði.  Ilmar vel en bragðaðist ekkert sérstaklega gott.  Kanski fullsterkt ef eitthvað er þannig að ég nældi mér bara í vatnsglasið mitt og er alsæl og nýt bara ilsmins er hangir enn í loftinu.  

Kaffið hefur lengi verið hvetjandi og nú mála ég kaffibolla, 10 dropa og kaffitár .... etc

Keramikþakflís rustico 

Gleymmérei, Keramikþakflís rustico 40 x 20

í einkaeigu 

Kaffi ilmur

Kaffi ilmur, Keramikþakflís rustico 40 x 20

Kaffidreytill 

Kaffidreytill, Keramikþakflís rustico 40 x 20 

í einkaeigu 

 Spákona

Spákona, Keramikþakflís rustico 40 x 20 

Fegurðin er hvorki stór né smá, hún er hluti af sál þinni því hún sest að hjá þeim er kunna að njóta og meta.  Fegurðina langar mig að bjóða velkomna svo allir megi njóta.  Ég er falleg í gegn, jant úti sem inni og vona að þú getir tekið á móti fegurðinni er seitlar um hjartastöðina.

Lífið hefur sjaldan verið jafn fallegt og akkúrat núna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Fallegar eru flísarnar þínar,svo hreint og fagurt....knús í hús og áttu góðan sunnudag.....

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 4.10.2009 kl. 13:01

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Got to love U girl

Ásdís Sigurðardóttir, 4.10.2009 kl. 15:06

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir innlitið og ég vona að þú hjólir marga hringi.

Flísarnar þínar eru meiri háttar.

Ég er sjálf í myndlist og er klaufi staðarins, það er nefnilega  mikill vandi að teikna og mála svo vel se´.... úff.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 4.10.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Slaufa lagði lykkju á leið sína í dag og ákvað að fara yfir hafið í langferð

Hrönn Sigurðardóttir, 5.10.2009 kl. 21:35

5 identicon

Knús og kossar á þig mín kæra ;)

kær kveðja úr jólasnjónum

Lilja (IP-tala skráð) 5.10.2009 kl. 23:13

6 identicon

Fegurðin er allstaðar það er á hreinu......... og hellingur af fegurð sem sést ef maður gefur sér tíma í hjólatúrunum......... ef mann gefur sér tíma til að líta upp fyrir kappsfullum áhuga á kúlurassi á mettíma. 

Rósa (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 11:14

7 Smámynd: Heiða  Þórðar

ást og knús

Heiða Þórðar, 7.10.2009 kl. 18:27

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til þín

Kristín Katla Árnadóttir, 11.10.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband