1.1.2007 | 15:32
Nýtt ár 2007
Fyrsti dagurinn á nýju ári birtist okkur fallegur og nístandi kaldur. Það er allt frosthvítt um að lítast og fegurðin leynir sér ekki.
Ég hef jafnan lofað að kíkja í Selvoginn og ætla ég að láta verða af því í dag. Selvogurinn hlýtur að vera fagur á svona björtum degi og ekki verra að hafa daginn þann fyrsta! Ég ætla að tína steina í poka .... taka myndir og njóta dagsins.
Í dag á Tryggvi Bjarnason afmæli ásamt fjölda annara íslendinga og óska ég honum til hamingju með daginn sinn.
Í dag er dagur tækifæra og ætla ég að skoða hvað dagurinn býður uppá.
Eigið góðan dag!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Gleðilegt 2007 enn og aftur!
Hvernig var selvogurinn?
Elín Björk, 1.1.2007 kl. 20:36
gleðilegt ár flott mynd
Ólafur fannberg, 2.1.2007 kl. 08:10
Knús
Solla Guðjóns, 2.1.2007 kl. 18:50
Sé ég þig ekkert meira í þessari heimsókn?
KnÚs á ykkur.
... kannski ég bjóði þér uppá annað en rónarauðvín og hálfgerðan kaffibolla í næstu heimsókn - er komin upp á lagið með kaffikönnuna og tappatogari er á "to do" listanum.
Lisa (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 19:45
hehe ... var að smella á myndina af þér núna fyrst ... Geggjuð drottning.
Lisa (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 21:55
Gleðilegt nýtt ár! ;*********
Lilja (IP-tala skráð) 3.1.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.