12.10.2009 | 10:01
Fiesta nacional ...
Góð fjallaferð að baki, sólin lék við okkur á sína spænsku vísu. Góð vísa er aldrei of oft kveðin og við nutum þess að vera í falllegu fjallaumhverfi, snæða á ekta spænskum stað í góðra vina hópi.
Gleði í gær og hátíð í dag ....
Mánudagurinn kom fagnandi enda hátíðarvottur í hverju hjarta! Í dag þá er fiesta nacional / hátíð á landsvísu. Allir í sínu fínasta pússi! Í Madrid ganga allar herdeildir og heiðra þannig konung vorn og drottningu. Allir skólar og fyrirtæki nema vera skyldi veitingastaðir eru opnir!
Ísskápurinn hjá okkur er tómur en eins og hagvanri húsmóður sæmir má alltaf finna eitthvað og föndra úr því. Er samt til í að tylla mér á góðan veitingastað og finna yl sólarinnar sem skín skært!
Ég varð fyrst á fætur og fór í hjólreiðarátfittið og skellti mér á Fákinn, það var MIKIÐ af hjólreiðarköppum á ferð minni enda nota fleiri en ég góða veðrið til að viðra mig. Viðurkenni að það var örlítið meiri asi á þeim sem voru í keppnisbúningum. Ákvað að djóna EKKI og hélt mínum upptekna hætti. Fínasta æfing á mínum hraða. Gymmið er lokað í dag og það er víst engin afsökun ef konan ætlar að komast í kjólinn fyrir jólin.
Þakflís rustico, 40 x 20
Til sölu í Innrömmun Sigurjóns
Bláu húsunum í Fákafeni.
Vera svo ástfangin af lífinu í þeim lit er það klæðir. Njóta verunnar eins og enginn verði morgundagurinn.
Bestu kveðjur í daginn ykkar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Falleg myndin af þér
Ásdís Sigurðardóttir, 12.10.2009 kl. 12:03
Gleðilega fiestu....... skrapp til Benijuzar og sá fiestuna þar.... og kom við klæði meyjarinnar fínu í kirkjunni og gaf mitt loforð í leiðinni.
Njóttu dagsins, hann er góður í dag.
Rósa (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 14:06
Stelpa.....
Hrönn Sigurðardóttir, 14.10.2009 kl. 21:05
Knús knús og ljúfar kveðjur.....
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 15.10.2009 kl. 16:15
Gaman að kíkja aftur á blggið - og þig, kæra vinkona. Er orðin eitthvað löt við að blogga og lesa blogg, - það kemur aftur. Góðar kveðjur til þín
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 16.10.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.